Sveitasetrið Lónkot gengur nú í endurnýjun lífdaga


Sveitasetrið Lónkot gengur nú í endurnýjun lífdaga og opnar eftir breytingar á gistingu og veitinghúsi þann 1 júní 2012.
Boðið er uppá rómantíska og fjölskylduvæna gistingu í sérinnréttuðum herbergjum sem henta sérstaklega vel fyrir pör og smærri hópa. 

Heitur pottur í baðhúsi fylgir gistingu í herbergjum. 

Í tilefni tímamótanna bjóðum við 20% afslátt af gistingu sem bókuð er fyrir 15 apríl 2012.
Sjá nánar undir herbergi og verð.
Lonkot@lonkot.com sími 4537432/8225224

Lónkot er þekkt fyrir hugmyndafræðina kúltúr og krásir úr matarkistu Skagafjarðar.
Í Lónkoti er rekið árstíðabundið sælkeraeldhús sem leggur áherslu á skapandi hönnun matar úr blómum, berjum og jurtum ásamt ferskmeti úr sjó og landi. Lónkot er félagi í Slow Food samtökunum. 

Bláberjaelexír
Bleikjutartar 
Lundi á bláberjabeði

Fjóluís

Lónkot er rómað fyrir einstæða náttúrufegurð með stórkostlegu útsýni  til Þórðarhöfða og hinna sögufrægu Drangeyjar og Málmeyjar. 

Ólöf í Lónkoti, höggmynd eftir Pál á Húsafelli 

Lónin innan við Lónkotsmöl og Þórðarhöfði

Drangey

Herbergi og verð. Morgunmatur er innifalinn. 
Eins manns herbergi 15.900 ISK
Tveggja manna herbergi 19.900.- ISK
Tveggja manna svíta með baði 24.900.- ISK
Þriggja manna herbergi með baði 27.900.- ISK

Önnur gisting
Svefnpokagisting á Loftinu 4.900 ISK 
Tjaldstæði 1.000 ISK

www.lonkot.com

Á veitingastað Lónkots, Sölvabar, er eldað úr matarkistu Skagafjarðar; t.d. fiskur úr firðinum, fugli úr bjarginu, dýrindis jurtum og grösum úr náttúrunni og aðalbláberjum úr berjalandi Lónkots, sem kitla bragðlaukana. Markmið staðarins er að fólk njóti umhverfisins og neyti ljúffengrar matargerðar og eigi eftirminnilega stund í Lónkoti. Sjá myndband hér

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga