Grímsá - Sveitasetur
Einstök náttúrufegurð og glæsilegur húsakostur skapa þar hópum frábærar aðstæður
Það tekur aðeins um klukkustund að aka frá Reykjavík til Sveitasetursins við Grímsá. Hið glæsilega hús stendur við Grímsá sem stundum er kölluð Drottning laxveiðiánna. Hér skapar hið fagra og söguríka Borgarfjarðarhérað stórfenglega umgjörð fyrir fundi og mannfagnaði allan ársins hring.

Einstök náttúrufegurð og glæsilegur húsakostur skapa þar hópum frábærar aðstæður hvort sem erindið er námskeið, fundur, skemmtun, útivist, veisluhöld eða blanda af þessu öllu!

Athugið! aðstaðan er ekki til leigu frá 15. júni til 25. september.

Gisting
Veiðihús Grímsár á ekki sinn líka hér á landi. Fyrir utan einstaka hönnun er það óvenju rúmgott og skartar herbergi fyrir gesti og starfsfólk, setustofu, borðstofu og fundaraðstaðu. Útsýnið gerist vart glæsilegra. Til að kóróna dýrðina hefur nú verið settur upp heitur pottar með útsýni yfir fossinn.

Námskeið til gagns og gamans
Aðstaðan til námskeiðahalds er hér eins og best verður á kosið. Fyrirtæki, stofnanir eða hópar geta sett hér upp sín eigin námskeið.

Tækifæri á hverju strái

Grímsá er vel í sveit sett í einu fegursta héraði landsins. Í samvinnu við þá sem vinna að ferðaþjónustu í Borgarfirði er lítið mál að skipuleggja hverskyns skemmtun í þessu stórkostlega umhverfi. Reiðtúrar, skotveiði, berjaferðir, sveppatínsla, sigling á kajak, snjósleðaferðir, gönguferðir svo fátt eitt sé nefnt. Síðan er stutt í sund eða golf.

Hvataferð til Grímsár – fyrir vel unnið starf
Dvöl á Sveitasetrinu við Grímsá við þær aðstæður sem þar er boðið upp á innandyra sem utan er ógleymanleg upplifun og tilvalin umbun fyrir velunnin störf. Konungleg fæða, höfðingleg salarkynni og fagurt umhverfi með ótal möguleikum til hverskyns afþreyingar er vel til þess fallið að gera ánægt starfsfólk enn ánægðara.

 • Aðeins um klukkustundar akstur frá Reykjavík
• Einstök náttúrufegurð
• Glæsilegur húsakostur
• 20 til 40 manns í gistingu
• 20 til 70 manns í mat
• Ljúffeng matargerðarlist
• Margskonar afþreying og hópefli í boði

Grímsá - Sveitasetur
Fossási, 311
Borgarfjörður
Sími: 8929263
julli@hreggnasi.is
www.hreggnasi.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga