Timburmenn, bestir á mánudögum!

Birgir Hauksson hjá Timburmönnum segir fyrirtækið leggja áherslu á sérsmíði og vandaðar lausnir.

Birgir Hauksson framleiðslustjóri. Myndir Ingó

Það getur verið nokkuð tímafrekur vandi að velja sér glugga og hurðir í hús, jafnvel þótt bara eigi að endurnýja. Þau eru ótal mörg fyrirtækin sem bjóða upp á staðlaða vöru – sem passar ekkert endilega inn í þær framkvæmdir sem fyrir dyrum standa. En á Kjalarnesi er Byggingarfélagið Timburmenn ehf, sem sérhæfir sig í framleiðslu á útihurðum og gluggum, vönduðum lausnum á því, sem ekki er staðlað, ásamt því taka að sér að skipta út gluggum og hurðum. Þar fyrir utan hefur fyrirtækið verið að smíða sumarhús, sem byggð eru á gömlum íslenskum byggingarstíl, með bíslagi og öllu tilheyrandi.

Gamli glugginn úr og nýji glugginn í!
Þegar framleiðslustjóri Timburmanna, Birgir Hauksson er spurður hver sé sérstaða fyritækisins þegar kemur að því að skipta út gluggum, segir hann: „Við erum þeir einu sem fylgja vörunni eftir alla leið, sendum matsmenn á staðinn til að meta hvað þarf að gera. Við mælum allt upp og í kjölfarið gerum við fólki tilboð í þær aðgerðir, sem fyrir dyrum standa. Við framleiðum vöruna og komum á staðinn til að ganga frá henni, tökum gömlu gluggana út, setjum þá nýju í og losum fólk við gamla draslið. “

Ábyrgðin á einni hendi
Þetta er þjónusta sem virðist hafa vantað. Við höfum mikið orðið varir við það, að fólk er orðið dauðleitt á að leita að og bíða eftir iðnaðarmönnum til að taka að sér verkefni af þessu tagi.“ Birgir segir það gefa þjónustunni aukið gildi að ábyrgðin á öllu verkinu sé á einni hendi frá upphafi til enda. Ef marka má annríkið hjá okkur, þá er greinilegt að eftirspurnin eftir þeirri þjónustu sem við veitum, er alltaf aukast.“

Áralöng reynsla og þekking
Hingað til hafa Timburmenn aðeins verið í því að framleiða glugga úr furu, mahoní og Oregon Pine viði. Einnig hafa þeir verið að bjóða upp á glerjaða glugga, það er að segja að skila þeim fullfrágengnum. „Hér í fyrirtækinu er til staðar mikil þekking á timbri og smíðum. Smiðirnir okkar eru með áratuga reynslu við smíðar, og sumir hafa starfað í byggingariðnaði yfir 40 ár. Það gerði okkur kleift að bæta við okkur sérsviði, sem er smíði á gluggum í gömlum stíl en þeir njóta stöðugt meiri vinsælda. Við búum vel að því að hafa föður minn, Hauk, sem yfirsmið. Hann er þekktur, sem flinkur og vandvirkur smiður og það vita býsna margir, að það er varla til það vandamál í smíði, sem hann getur ekki leyst.“
 Timburmenn búa yfir mjög góðum tækjakosti og eru nýbúnir að setja upp gríðarlega öfluga vél fyrir hurðarsmíði. „Hún vinnur mjög hratt, er mjög nákvæm og gefur ýmsa möguleika í bogahurðum og bogagluggum,“ segir Birgir. En hvað með sumarhúsin?

Gæluverkefnið bíður
„Við höfum verið að þróa og sérsmiða nokkuð flókin sumarhús, sem eru hönnuð út frá gömlum byggingarstíl. Hvað þessi sumarhús varðar, þá eru þau gæluverkefni, sem hafa aðeins setið á hakanum, vegna þess að við höfum ekki haft mannskap til að smíða þau í því brjálæði, sem hefur verið á byggingamarkaði.“
 En ég legg áherslu á að sérgrein okkar er vönduð sérsmíði. Við leysum ekki öll heimsins vandamál en búum yfir þekkingu til að finna lausnir á alls konar smíðaverkefnum, sem vísað er til okkar, þegar aðrir hafa gefist upp.” Þess má geta að bæði byggingaverktakar og fólk í viðhaldsvanda getur haft samband við okkur í símum 566-6630 og 696-1182 eða sent okkur tölvupóst á netfangið btm@btm.is en veffang okkar er www.timburmenn.com


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga