Fremstir meðal jafningja

Sérhönnuð smávara og sérhannaðar lausnir eru styrkur ASETA segja þeir Hallgeir Pálmason og Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri. Myndir Ingó

Fyrirtækið Aseta flutti nýverið í rúmgóð og glæsileg húsakynni við Tunguháls 19. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1978 og fyrstu árin var þar aðallega boðið upp á steypumót og byggingakrana, ýmsa íhluti fyrir uppsteypu, svo og ýmis verkfæri. Fljótlega bættust járnvörur við vöruúrvalið en allar götur síðan hefur það vöruúrval verið að aukast.
Upphaflega var Aseta stofnað til að sjá um innflutning á steypumótum frá Hünnebeck í Þýskalandi fyrir verktakafyrirtækið Ármannsfell. Árið 1985 keyptu Jón Ólafsson og Soffía Johnsen Aseta og skömmu seinna kom Haraldur Á. Haraldsson inn í fyrirtækið með þeim.
Það var svo árið 2005 sem Parki, keypti fyrirtækið og réði Sigurð Sigurðsson sem framkvæmdastjóra. Í janúar 2007 keyptu þeir Hallgeir Pálmason sem var einn eigenda Parka, Sigurður, Ingi Rafn Bragason og Snorri Guðmundsson síðan Aseta út úr Parka og reka það í dag, Sigurður er framkvæmdastjóri, Hallgeir stjórnarformaður, Ingi Rafn er innkaupastjóri og Snorri er sölu-og markaðstjóri.

Íslendingar hrifnir af skandinavískri hönnun
„Við sáum fullt af möguleikum í fyrirtækinu,“ segja þeir Sigurður og Hallgeir. „Þær vörur sem við bjóðum upp á eru ákaflega fallegar og vandaðar. Við erum til dæmis með d-line, sem er mjög þekkt merki um alla Evrópu. Þetta er hönnunarvara þar sem hver og einn hlutur er hannaður af Knud Holcher, professor í arkitektúr við Kaupmannahafnarháskóla.
Þeir Sigurður og Hallgeir segja Íslendinga mjög hrifna af skandinavískri hönnun. „Íslendingar eru minimaliskir inn við beinið og vilja hafa stílhreinar línur – og það er það sem við erum búnir að vera að selja síðustu þrjátíu árin. Þessi lína hefur verið meira og minna óbreytt í öll þessi ár. Aseta hefur á boðstólum 48 mismunandi gerðir af hurðarhúnum frá nokkrum þekktum hönnuðum. Sem dæmi má nefna hurðarhún sem Arne Jakobsen hannaði 1956 fyrir Royale SAS hótelið í Kaupmannahöfn – og er enn í framleiðslu. Franski hönnuðurinn okkar er Jean Nouvelle, sem er til dæmis að teikna Danmarks Radio í Kaupmannahöfn – og hefur mjög skandinavískan stíl. Við erum líka með SHL - eða Smith, Hammer og Larsen en það voru þeir sem teiknuðu, ásamt Ögmundi Skarphéðinssyni á Hornsteinum, íbúðablokkirnar í 101 Skugga. Enn einn hönnuður sem við erum með er einn frægasti hönnuður og arkitekt Dana í dag, Henning Larsen, sem teiknað óperuhúsið í Kaupmannahöfn. En hann er aðalhönnuður ráðstefnu- og tónlistarhúss sem er verið að byggja í Reykjavík.“

Þorsteinn Bogason verslunarstjóri

Steypumót og kranar
Fyrirtækið skiptist í tvær deildir . Smávörudeildin er á jarðhæð þar sem dline, baðvörur og hurðahúnar, skrár, lamir, hurðarpumpur, glerfittings og iðnarverkfæri frá Flex og Wacker eru. Á efri hæð eru gróvvörudeild Aseta staðsett. Þar eru afgreidd Hünnebeck steypumót og tengdar vörur. Í steypumótunum erum við bæði með sölu og leigu – á mótaleigu er einhvers staðar á milli 7000 og 8000 fernetra af mótum. Þetta hefur verið að vaxa gríðarlega hjá okkur síðastliðin ár. Á síðastliðnum tveimur árum höfuð við aukið mótaleiguna hjá okkur tífalt. Síðan erum við með byggingakrana, sem við bæði seljum og leigjum og fyrirtækið á í dag níu krana frá Vicario, auk þess sem við erum við með þrjá í viðbót sem við leigjum annars staðar frá og endurleigjum.
ASETA er einnig með margskonar íhluti fyrr steypu. „Það má segja að við séum með allt sem þú þarft til að steypa vegg, nema steypuna – eða allt til að byrja á byggingunni,“ segir Hallgeir og Sigurður bætir við: „Við segjum stundum að við séum með upphaf og endi. Sterkir í því sem þú þarft til að byrja að byggja og síðan þessum smáhlutum sem þú þarft til að ganga frá.“ Og til frágangs teljast örugglega þakjárn, en þau flytur ASETA inn frá Plannja í Svíþjóð – sem Hallgeir og Sigurður segja það besta á markaðnum. Aseta hefur einbeitt sér að útvega sérhönnuð kerfisloft og lýsingu fyrir þau. Nýleg verkefni sem Aseta hefur verið með er t.d. kerfisloft fyrir Bláa Lónið, Háskólatorg, Ármannsheimili, Baldurshagi ofl. Þetta eru allt málmloft sem er aðlöguð að hverju verkefni fyrir sig.

F.v. Ingi Rafn Bragason, Sigurður Sigurðsson og Hallgeir Pálmason

Eftirspenna
Aseta ehf hefur síðan 1998 tekið að sér að eftirspenna brýr, bita og plötur. Fyrirtækið hefur stöðugt verið að bæta við vélakost sinn og hefur nú yfir að ráða þremur vökvadælum og fjórum mismunandi tjökkum. Þar af eru tveir monostrand tjakkar og tveir fjölvíra tjakkar. Einnig hefur fyrirtækið yfir að ráða kapalþræðurum og grautunarvél.
Aseta kappkostar að vera með á lager bæði akker, víra og bárublikkrör til að geta brugðist fljótt við þörfum markaðarins.
Monostrand stendur fyrir stálvír í olíufylltri plastkápu. Þessi vír er lagður með járnagrind og steyptur fastur í plötur eða bita, og er algengur í plötum þar sem leitað er eftir aukinni haflengd t.d. bílastæðahúsum, skólabyggingum og skrifstofuhúsnæði. Eftirspenntar plötur geta verið 20-30% þynnri en plötur með hefbundinni járnbendingu. Með aukinni haflengd er hægt að fækka burðarsúlum og nýting rýmis verður haghvæmari.
Í brúm og bitum er algengt að vírar séu dregnir í bárublikkrör, 12 eða 13 vírar í rör er algengast. Fjölvíratjakkur strekkir alla víra í einu með 20-25 tonna átaki. Tjakkurinn læsir stálkónum utanum vírinn í lásplötu sem vírinn er þræddur í gegnum. Hönnuður verksins útbýr strekkitöflur þar sem tilgreint er hversu mikinn kraft á að nota og einnig hversu mikil lenging á að vera á vírnum. Algengt er að strekkja vírinn i u.þ.b. 70-75% af brotþoli vírsins. Þegar strekkingu er lokið þá er dælt sementsgraut inn í rörin til að ryðverja víra. Þessi aðferð er notuð við umferðarbrýr en einnig hefur farið vaxandi að nota þessa aðferð í bitum í húsnæði. Aseta ehf hefur yfir að ráða tækjabúnað til að að þræða víra í rörin og einnig grautunarvél til að fylla í rör eftir strekkingu. Algengt er að strekkja eftir að steypa hefur náð 25 MPa styrk. Á umliðnum árum eru verkefni ekki undir 100 og er Aseta nú að vinna verkefni bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Við settum okkur ákveðin markmið árið 2005 og höfum síðan verið að breyta hugarfarinu í fyrirtækinu. Mottóið er: Það eru engin vandamál, heldur verkefni sem þarf að leysa.“

„Íslendingar eru minimaliskir inn við beinið og vilja hafa stílhreinar línur – og það er það sem við erum búnir að vera að selja síðustu þrjátíu árin.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga