Álfaborg. Allt á gólfið á einum stað
Kolbeinn Össurarson hjá Álfaborg segir fyrirtækið leitast við að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum upp á heildarlausnir.

  • Kolbeinn Össurarson framkvæmdastjóri
Álfaborg er sú verslun sem hefur í áranna rás boðið upp á fjölbreyttasta úrval í gólfflísum en hefur nú fært út kvíarnar og nú þarf viðskiptavinurinn ekki lengur að þeytast hverfanna á milli til að fá heildarlausn á gólfum síns húsnæðis vegna þess að í lok síðasta árs sameinuðust fyrirtækin Álfaborg og Gólfefni Teppaland undir heitinu Álfaborg. 
„Já, Álfaborg hefur verið leiðandi í flísum en við sameininguna erum við orðin leiðandi í flísum, parketi, teppum og gólfdúkum,“ segir Kolbeinn Össurarson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Auk Gólfefna Teppalands sameinuðust Baðheimar Álfaborg einnig á síðasta ári en það fyrirtæki er ennþá rekið undir heitinu Baðheimar og er hreinlætistækjadeild Álfaborgar. 
Álfarborg var stofnað 1986 og hefur verið fjölskyldufyrirtæki frá upphafi. „Fyrirtækið varð til við það að við keyptum byggingavörudeild Nýborgar – og var á þeim tíma fyrst og fremst innflutningsfyrirtæki í flísum,“ segir Kolbeinn og bætir við, „en svo höfum við verið að bæta öðrum gólfefnum við okkur í gegnum tíðina. Stóra breytingin varð þó við sameiningu Gólfefni Teppalands og Álfaborgar á síðasta ári. 
Þar með er Álfaborg orðin umboðsaðili fyrir Tarkett á Íslandi en Tarkett er leiðandi aðili í Evrópu í framleiðslu á parketi og gólfdúkum og hefur verið selt í áratugi á Íslandi.“ 

Breyttur markaður 
Kolbeinn segir markaðinn hafa verið að breytast á síðastliðnum árum. „Fólk er að byggja dýrari hús og velja sér vandaðri innréttingar inn í þau. Þessa breytingu höfum við verið að merkja frá 2004 og lagt metnað okkar í að svara auknum og breyttum kröfum. Þar fyrir utan höfum við alltaf reynt að vera bæði með ódýra vöru til verktaka fyrir stærri verk, til dæmis fjölbýlishús, iðnaðarhúsnæði, verslunarog þjónustuhúsnæði. Hins vegar höfum við alltaf haldið okkur við okkar sérhæfingu, sem eru gólfefni og hreinlætistæki fyrir baðherbergi.“ 
Álfaborg hefur ávallt lagt metnað í að bjóða aðeins upp á gæðavöru frá virtum framleiðendum. „Í parketi erum við, auk Tarketts, með BKB sem er nokkuð öflugur framleiðandi í Malasíu,“ segir Kolbeinn. „Í flísum erum við með Marazzi á Ítalíu, sem er stærsti flísaframleiðandi Evrópu og Porcelanosa sem er leiðandi aðili í flísum á Spáni. Við erum líka mjög sterkir fylgiefnum fyrir flísar, dúka og parket þar sem við erum erum að selja vörur frá Deitermann og Uzin í Þýskalandi, sem eru mjög þekkt vörumerki meðal fagmanna.“ 

Sérhæfum okkur í viðarparketi 
Þegar talið berst að Tarkett, segir Kolbeinn það mjög útbreiddan misskilningað þar sé um að ræða plastparket. Það eru ekki nema tvö til til þrjú ár síðan Tarkett fór yfir höfuð að framleiða plastparkett. Þessi misskilningur er þeim mun undarlegri þar sem litið á Tarkett og Kährs sem leiðandi parketframleiðendur í heiminum. Þetta er einhver óskiljanlegur misskilningur. Við hér í Álfaborg leggjum reyndar ekki mikla áherslu á plastparket, en sérhæfum okkur í viðarparketi fyrir fólk sem vill vera öruggt um að það sé að fá gæðavöru. Við erum sérverslun þar sem sölumenn eru með mikla þekkingu og langan starfsaldur. Við erum með gríðarlega þekkingu í flísum – ætli það sé ekki hægt að telja þá þekkingu í hundruðum ára samanlagt. Eftir sameininguna við Gólfefni Teppaland má segja að við séum komnir með svipaða þekkingu á teppum, dúkum og parketi. Margir starfsmenn fyrirtækisins fylgdu með auk þess sem við erum með sölumenn sem hafa lengi starfað annars staðar.“ 

Teppi aftur vinsæl 
Kolbeinn segir Áflaborg tvímælalaust með mesta og fjölbreyttasta úrvalið í teppum á stigaganga – enda séu slík teppi stærsta sérhæfingin hjá þeim. „En við erum líka með ódýru filtteppinn sem eru að koma dálítið inn aftur, sem og með venjuleg heimilisteppi, sisal- teppi og vönduð ullarteppi. Teppin sem við erum með eru mikið að koma frá Belgíu og Hollandi, auk þess sem við erum að taka inn teppi frá Danmörku, sem og Þýskalandi og Bretlandi. Teppin virðast vera að koma inn aftur.“ 
Þegar Kolbeinn er spurður hver ástæðan fyrir því sé, segir hann: „Við erum svolítið ýkt hér á Íslandi. Það fara alltaf allir yfir í flísar eða allir i parket eða teppi. Teppi hafa ótvíræða kosti, þau eru til dæmis hljóðeinangrandi og mjög hlýleg. Í dag eru teppi líka orðin svo vönduð. Hér áður fyrr var selt mikið af lélegum teppum þannig að fólk dæmdi þau mikið úr leik. Nú geturðu hins vegar fengið mjög vönduð teppi, til dæmis úr náttúruefni, og alls konar teppi sem eru ekki ofnæmisvaldandi. Það sama á við um gólfdúka. Í dag geturðu fengið þá úr náttúruefnum, eins og linoleum dúka. Það má alveg segja að það sé alveg sama hvað þig vantar á gólfið, við höfum það. Allt á gólfið á einum stað. Þetta er spurning um þjónustu – við finnum að fólk vill geta fengið “heildarlausn” fyrir gólfin í því húsi sem verið er að innrétta. Og við erum með allar tegundir af gólfefnum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir, það er að segja, gólfefni fyrir allar aðstæður.“

Álfaborg - Skútuvogi 6 - 104 Reykjavík - Sími 568 6755
www.alfaborg.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga