Greinasafni: Sveitarfélög einnig undir: Heilsa
Urriðaholt í Garðabæ
„Lífsgæðin felast í skipulaginu“

Urriðavatn og Urriðaholt í forgrunni, horft til norðurs yfir Búrfellshraun, 
Garðabæ, Kópavog og Reykjavík.
Mynd tekin sumarið 2007.

„Ég þori að fullyrða að aldrei áður hafi verið ráðist í jafn vandaða vinnu við skipulag hér á landi og í þessu nýjasta hverfi Garðabæjar,“ segir Þór Steinarsson, markaðsstjóri Urriðaholts ehf. 
  • Þór Steinarsson,
    markaðsstjóri Urriðaholts ehf.
Urriðaholt liggur á milli Reykjanesbrautar og Heiðmerkur, syðst í Garðabænum. Þar verður um 4.400 manna byggð í hlíðinni fyrir ofan Urriðavant. Skipulagsvinna hefur staðið yfir í þrjú ár og sala lóða hófst á síðasta ári. Örstutt er yfir í Heiðmörk og út á Urriðavöll, sem af mörgum er talinn fallegasti golfvöllur landsins. Jafnframt hefur hverfið góða tengingu við eina helstu umferðaræð höfuðborgarsvæðisins. 

Alþjóðleg lífsgæðaverðlaun 
„Við ákváðum fyrir nokkru að senda skipulag Urriðaholts í verðlaunasamkeppni sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum. Þetta eru Livcom verðlaunin, sem eru alþjóðleg lífsgæðaverðlaun, veitt með stuðningi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Urriðaholtið var ásamt 18 öðrum valið úr 130 innsendum sambærilegum verkefnum og tók þátt í lokaúrslitum Livcom í London í desember stíðastliðinum,“ segir Þór Steinarsson. „Skemmst er frá því að segja að Urriðaholt fékk silfurverðlaunin í sínum flokki. Ég tel að það sé ein besta staðfestingin sem við höfum fengið á því að skipulag hverfisins er ákaflega vel heppnað og að þar eru lífsgæði íbúðanna sett í öndvegi.“ Í umsögn sinni sagði dómnefnd Livcom að Urriðaholt væri til fyrirmyndar vegna áherslu skipulagsins á lífsgæði með fjölbreyttu úrvali af byggð og byggðablöndun, áherslu á samfélagsumgjörð, góða nýtingu landrýmis, samspil byggðar og verndun umhverfis. Það væri markmið skipulags Urriðaholts að skapa áhugavert samfélag, sem öruggt og aðlaðandi væri að búa í og byði upp á góða aðstöðu til útivistar. 

„Þessi gæðaáhersla þýðir líka að fyrirhugað skólastarf hefur verið hugsað alveg frá grunni. Stór vinnuhópur á vegum Garðabæjar hefur unnið að því að skilgreina og móta skólastarfið. 

Skólinn hugsaður innanfrá 
Þór leggur áherslu á að gæði skipulagsins í Urriðaholti komi fram í stóru sem smáu. Til dæmis er götulýsing hönnuð til að valda sem minnstri ljósmengun, þannig að stjörnubjartar nætur og Norðurljósin fái notið sín. 
„Þessi gæðaáhersla þýðir líka að fyrirhugað skólastarf hefur verið hugsað alveg frá grunni. Stór vinnuhópur á vegum Garðabæjar hefur unnið að því að skilgreina og móta skólastarfið. Breskur arkitekt, sem er sérfróður um hönnun skólahúsnæðis, hefur unnið með hópnum og markmið þessa starfs er að hönnun húsnæðisins og skilgreining skólastarfsins haldist fullkomlega í hendur.“ 

Í nánum tengslum við náttúruna 
Þór segir að nálægðin við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins hafi mikil áhrif á skipulagið í Urriðaholti. Það gangi út á sjálfbæra þróun og að skapa lífvænlegt samfélag. Verndun Urriðavatns sé mikilvægur þáttur í mótun hverfisins. Þá sé áhersla lögð á að þjónust við íbúa verði til fyrirmyndar í hverfinu, svo sem góðir skólar, fjölbreyttar verslanir, atvinnustarfsemi, veitingastaðir og ýmis menningartengd þjónusta. 
„Sem lítið dæmi má nefna grænu geirana sem liðast um allt hverfið,“ segir Þór. „Þarna fá göngustígar afar gott rými í náttúrulegu umhverfi, til að auka á ánægju af því að vera úti við. Jafnframt hvetja þeir til frekari útivistar í næsta nágrenni.“ 


Fyrsti áfangi skipulags Urriðaholts. Gatnaframkvæmdir eru hafnar og mun 
þeim ljúka í sumar.


Uppbyggingin er hafin 
Um þessar mundir standa gagnaframkvæmdir yfir í Urriðaholti og mun þeim ljúka í ágúst næstkomandi. Skipulag Urriðaholts gerir ráð fyrir mikilli fjölbreytni í húsagerð, en að byggðin verði lágreist. Íbúðir verða jafnt í fjölbýli sem parhúsum, raðhúsum, einbýlishúsum og klasahúsum. Síðastnefndu húsin einkennast af stórum íbúðum á tveimur hæðum í fjölbýli. Lóðir undir fjölbýlishús og raðhús eru seldar til verktaka en aðrar lóðir til einstaklinga. 
Fasteignasölurnar Miðborg og Eignamiðlun annast lóðasölu í Urriðaholti. Þess má geta að Landsbankinn veitir 100% lán til lóðakaupa, ásamt því að veita framkvæmdalán, jafnt til verktaka sem einstaklinga. 
Nánar á www.urridaholt.is 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga