Greinasafni: Skipulag
ÁF-hús


ÁF-hús er byggingafyrirtæki sem starfað hefur í tólf ár og á þeim tíma byggt um þrjú hundruð íbúðir, auk atvinnuhúsnæðis og umferðarmannvirkja, það er að segja, bæði brýr og göng. Eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri er Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari sem segir fyrirtækið sinna margskonar verkefnum. Þótt fyrirtækið sjálft sé aðeins tólf ára, hefur Ágúst starfað í byggingageiranum í tuttugu og fimm ár, en fyrstu þrettán árin í samstarfi með öðrum. Hann ákvað síðan að fara út í eigin rekstur fyrir tólf árum og það er óhætt að segja að fyrirtækið hafi vaxið og dafnað, því í dag eru þar um 35 manns á launaskrá, auk þess sem ÁF-hús er með fasta undirverktaka og eru því um sextíu manns að jafnaði starfandi við fyrirtækið.
 
Á löngum starfsferli fer ekki hjá því að menn hafi séð allar tegundir af efnahagsástandi, þótt mikill uppgangur hafi verið í byggingargeiranum á síðastliðnum árum. Ágúst segir bæði kosti og galla fylgja uppgangstímunum, því ekki sé síður mikilvægt að halda árvekni sinni á þeim tímum heldur en á tímum samdráttar. 


Urðarhvarf 14

Upphaf og miðja á Rútstúni 
„Eitt fyrsta verkið mitt var fyrir Kópavogsbæ,“ segir hann, „og það verk var Sundlaug Kópavogs á Rútstúni. Svo skemmtilega vill til að einmitt núna er ég að byggja við hana.“ Auk þessa hefur Ágúst byggt tvo skóla í Kópavogi, Hjallaskóla og Þinghólsskóla, sem og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Leikskólabyggingar og aðrar framkvæmdir fyrir opinbera aðila eru einnig orðnar fjölmargar. Hins vegar segist Ágúst hafa byggt mun meira í Kópavogi en öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og skýringin sé líklega sú að skipulag og eftirfylgni sé þar til fyrirmyndar. 
ÁF-hús byggði mörg þeirra fjölbýlishúsa sem núna standa í Smára- Sala-, og Lindahverfum í Kópavogi. Síðan tók Kórahverfið við. „Þar vorum við að klára 31 íbúð í Ásakór og nítján íbúðir í Klettakór sem við erum rétt að ljúka við,“ segir Ágúst. „Þær íbúðir hafa allar verið seldar, nema þrjár. Einnig vorum við að ljúka við íbúðar- og verslunarhúsnæði í Skipholti 29.
  • Ágúst Friðgeirsson
    húsasmíðameistari og framkvædastjóri ÁFHús ehf.
Þær framkvæmdir sem eru í gangi á þessu ári eru þrjú fjölbýlishús í Úlfarsárdal, samtals 28 íbúðir sem verða í uppsteypu hjá okkur á þessu ári. Síðan er Allt frá íbúðarhúsum til umferðarmannvirkja Ágúst Friðgeirsson aðaleigandi ÁF-húsa segir fyrirtækið starfa við allar tegundir af byggingum. Urðarhvarf 14 37 vinna við teikningar að 32 íbúðum í Þorrasölum í Kópavogi og gerum við ráð fyrir að þær verði steyptar upp á þessu ári, þannig að við áætlum að verða með um sextíu íbúðir sem fara í sölu á þessu ári. 
Einnig erum við að steypa upp 7000 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Urðarhvarf í Kópavogi.

Hverfi ekki lengur “út úr” 
Ágúst segir af og frá að svæði eins Úlfarsárdalur, Hvörfin og Vatnsendahæð séu “útúr”. „Þessi hverfi eru öll skipulögð sem heild,“ segir hann. „Þarna verða skólabyggingar og öll þjónusta, sem byggist samhliða, þannig að þessi hverfi hafa öll sína miðju en Reykjavíkurborg mætti hins vegar taka sér Kópavog til fyrirmyndar varðandi uppbyggingu og frágang á nýjum byggingasvæðum. 
Það er óhætt að segja að Ágúst eigi nokkuð forvitnilega sögu í samskiptum sínum við Reykjavíkurborg. „Ég hef byggt mikið hér í borginni og fyrir borgina þótt ég hafi byggt miklu meira í Kópavogi,“ segir hann og bætir því að þar sé ólíku saman að jafna í vinnubrögðum sveitarfélaga. Þó eru þær hremmingar vegna skipulagsglundroða við Laugaveginn einstakar í sinni röð – en ÁFHús á lóðir og hús við Laugaveg 31og 35, Laugaveg 33A og 33B og Vatnsstíg 4. 


Freyjubrunnur

Teikningar tilbúnar – skipulag í uppnámi á Laugaveginum 
„Samkvæmt deiliskipulagi 2002 er samþykkt að þessi hús verði rifin,“ segir hann. „Samkvæmt því deiliskipulagi kaupi ég þessi hús með lóðunum árið 2005 og ræðst í að láta teikna þarna atvinnu- og íbúðarhúsnæði til sölu. Samkvæmt deiliskipulagi má byggja þarna allt að 6000 fermetrum. Ég fékk Kristinn Ragnarsson arkitekt til að vinna teikningar fyrir mig sem eru löngu tilbúnar – en enn hefur ekkert gengið að fá samþykki fyrir framkvæmdunum hjá Reykjavíkurborg. Þarna er gert ráð fyrir 25 íbúðum og um tvö þúsund fermetra verslunarplássi.“ 
Þegar spurt er hvað tefji, verður fátt um svör. „Þetta bara virðist ekki fá afgreiðslu. Ég held að það sé einhver fælni við það að taka ákvarðanir varðandi Laugaveginn. Það þorir enginn að taka af skarið. Þetta er sett í hinar og þessar nefndir, til dæmis Laugavegsnefnd þar sem þetta liggur í sex mánuði. Þegar deiliskipulagið var gert ákvað borgarstjórn markvisst hvaða hús ættu að fara og hvaða hús ættu að standa. Síðan hefur verið mjög erfitt að fá endanlega ákvörðun.“ 
Ég fór af stað með þetta verkefni rétt fyrir kosningar og enginn þorði að gera neitt, síðan komu sjálfstæðismenn og voru kannski helst til lengi að setja sig í gírinn og svo þekkjum við framhaldið. Ætli ég sé ekki bara eitt af fórnarlömbum valdabaráttunar um borgarstjórastólinn. Það er rúmt ár síðan við gerðum ráð fyrir að þessi framkvæmd yrði komin af stað og enn bíðum við.“ 
En á meðan beðið er eftir ákvörðun um Laugaveginn, er fyrirtækið á fullu að byggja í öðrum hverfum og fyrir þá sem eru að leita að fallegu húsnæði í nýju hverfi er óhætt að benda á frábæra vefsíðu ÁF-húsa, www.afhus.is 

„Ég hef byggt mikið hér í borginni og fyrir borgina þótt ég hafi byggt miklu meira í Kópavogi,“ segir hann og bætir því að þar sé ólíku saman að jafna í vinnubrögðum sveitarfélaga. Þó eru þær hremmingar vegna skipulagsglundroða við Laugaveginn einstakar í sinni röð“ 


Laugavegur 33-35

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga