Frá útgefanda

Land og saga hefur nú gefið út tvö blöð um skipulag, hönnun og byggingar. Fyrra blaðið kom út í lok september og fékk afar góðar viðtökur; jafnt almennings sem fagaðila. Vinnsla á þriðja blaðinu um sama efni er langt komin og mun það líta dagsins ljós um komandi mánaðamót.


Öll þrjú tölublöðin verða gefin út í 110 þúsund eintökum og dreift um land allt. Jafn viðamikil dreifing er fátíð á Íslandi og á það sinn þitt í að sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki, er tengjast byggingariðnaðinum, hafa sóst eftir þátttöku í blaðinu.

Fjölmargir fagaðilar hafa komið að máli við undirritaðan og látið í ljós ósk um að efni blaðanna verði gert aðgengilegt á einum stað á Netinu. Til að mæta þeim óskum var samið við vefþjónustufyrirtækið DesignEuropA um hönnun og smíði á vef sem innihalda mun allar kynningar sem birtast í blöðunum þremur. Vefurinn verður settur í loftið í kjölfar þriðja blaðsins og hægt að bæta á hann efni svo lengi sem ástæða er til. Með þeim hætti verður með tímanum til gagnagrunnur - rafrænt uppflettirit -um skipulag, hönnun, og byggingar á Íslandi í upphafi 21. aldar. Vefurinn verður opinn almenningi og aðgangur að honum öllum að kostnaðarlausu.

Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur!

 

F.h. Land og sögu,

 

Einar Þorsteinn Þorsteinsson 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga