Frá útgefanda

Land og saga hefur nú gefið út tvö blöð um skipulag, hönnun og byggingar. Fyrra blaðið kom út í lok september og fékk afar góðar viðtökur; jafnt almennings sem fagaðila. Vinnsla á þriðja blaðinu um sama efni er langt komin og mun það líta dagsins ljós um komandi mánaðamót.


Öll þrjú tölublöðin verða gefin út í 110 þúsund eintökum og dreift um land allt. Jafn viðamikil dreifing er fátíð á Íslandi og á það sinn þitt í að sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki, er tengjast byggingariðnaðinum, hafa sóst eftir þátttöku í blaðinu.

Fjölmargir fagaðilar hafa komið að máli við undirritaðan og látið í ljós ósk um að efni blaðanna verði gert aðgengilegt á einum stað á Netinu. Til að mæta þeim óskum var samið við vefþjónustufyrirtækið DesignEuropA um hönnun og smíði á vef sem innihalda mun allar kynningar sem birtast í blöðunum þremur. Vefurinn verður settur í loftið í kjölfar þriðja blaðsins og hægt að bæta á hann efni svo lengi sem ástæða er til. Með þeim hætti verður með tímanum til gagnagrunnur - rafrænt uppflettirit -um skipulag, hönnun, og byggingar á Íslandi í upphafi 21. aldar. Vefurinn verður opinn almenningi og aðgangur að honum öllum að kostnaðarlausu.

Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur!

 

F.h. Land og sögu,

 

Einar Þorsteinn Þorsteinsson 

Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga