Heimilistæki

Hátíðarstemming hjá Heimilistækjum

Ný og glæsileg verslun Heimilistækja var opnuð í gær í Sigtúnshúsinu að Suðurlandsbraut 26 en Heimilstæki voru áður til húsa að Sætúni 8. Í tilefni flutningsins munu Heimilistæki bjóða upp á margvísleg tilboð alla þessa viku og um næstu helgi verður haldin mikil opnunarhátíð með fjölda glæsilegra tilboða.


Vaskur hópur
Þau eru mörg handtökin sem þarf við svo stóra flutninga, Hér getur að líta hluta starfsmanna Heimilistækja.

Heimilistæki hafa um langt árabil verið leiðandi í innflutningi og sölu á raf- og heimilistækjum. Hlíðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Heimilistækja, segir markmið fyrirtækisins að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval, sambærilegt því sem best gerist í stærstu verslunum erlendis. „Það sem við höfum þó umfram margar erlendar stórverslanir er góð og persónuleg þjónusta og við finnum fyrir því að viðskiptavinir Heimilistækja kunna vel að meta þjónustuna,“ segir Hlíðar.


Næsti Herra Ísland?
Einn starfsmanna Heimilistækja, Haraldur Fossan Arnarsson gaf sér tíma til að brosa til ljósmyndarans í miðjum flutningunum. Haraldur er keppandi í Herra Ísland.

Nýja verslunin í Sigtúnshúsinu er mun rúmbetri en sú gamla og því mögulegt að auka vöruúrvalið til muna. „Við munum bjóða upp á aukið vöruúrval í öllum deildum en að auki teljum við nýju verslunina betur staðsetta og aðgengi mun þægilegra,“ segir Hlíðar.


Nýja búðin
Glæsileg bygging með stærra verslunarrými á Suðurlandsbraut 26.

Heimilistæki eru með umboð fyrir mörg þekktustu vörumerki heims á sviði raf- og heimilistækja svo sem Whirlpool, Bauknecht, Indesit, Philips, Vestfrost, Kenwood, Nad og Casio. „Við skiptum beint við framleiðendur en það er forsenda þess að við höfum ætið getað boðið viðskiptavinum okkar hagstæð verð,“ segir Hlíðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Heimilistækja.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga