Greinasafni: Skipulag
Atafl

ATAFL á Norðurbakka, í Akralandi og í Reykjanesbæ:
Bryggjuíbúðir, raðhús og verslunar- og þjónustumiðstöð

Víða má sjá glæsileg verk sem ATAFL vinnur að þessa dagana og önnur sem lokið er við og bera vitni um fagmennsku og vandvirkni.

Steindór B. Sigurgeirsson, sölu- og markaðsstjóri ATAFLS.
 
Af verkefnum sem unnið er að má nefna lúxusíbúðir á sjávarlóð við Norðurbakka í Hafnarfirði, raðhús og einbýlishús í Akralandi í Garðabæ og glæsilega nútímaverslunar- og þjónustumiðstöð. Hún verður í þjóðbraut þar sem ekið er inn í Reykjanesbæ og er nú á teikniborðinu.

Íbúðirnar í blokkunum við Norðurbakka í Hafnarfirði eru sannkallaðar lúxusíbúðir.

Norðurbakki lúxus í bryggjuhverfi
Norðurbakki í Hafnarfirði er eitt hinna eftirsóttu bryggjuhverfa á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru risin tvö fjölbýlishús sem Arkþing hefur hannað. Húsin eru fjögurra og fimm hæða og í þeim er 51 íbúð. Þarna eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir auk tveggja penthouse-íbúða.
Allt eru þetta sannkallaðar lúxusíbúðir bæði hvað staðsetningu og allan frágang varðar. Segja má að Norðurbakki sé í hjarta Hafnarfjarðar í skjóli fyrir norðangarranum og útsýnið er frábært. Innan dyra verður að sjálfsögðu lögð rík áhersla á vandaðan frágang og gæði í öllum búnaði. Sala íbúða á Norðurbakka er hafin og augljóst að íbúðirnar eru mjög svo eftirsóttar.

Í Akralandi munu rísa einbýlishús, raðhús og parhús á frábærum byggingarstað.

Raðhúsin í Akralandi Annar byggingarstaður ATAFLS er í Akralandi. Þar mun fyrirtækið byggja 39 raðhúsíbúðir, tvö parhús og 10 einbýlishús sem Arkþingi hefur teiknað. Húsin í Akralandi eru að fara í sölu um þessar mundir. Greinilegt er að fólk vill gjarnan fá tækifæri til að búa á þessu svæði. Það er bæði fallegt og skjólsælt og þarna eiga án efa allir eftir að njóta sólar á góðviðrisdögum vegna góðrar staðsetningar húsanna.

Miðstöð í alfaraleið
ATAFL lætur ekki hér við sitja. Á teikniborðinu hjá Arkþingi er glæsileg verslunar- og þjónustumiðstöð sem mun rísa þar sem ekið er inn í Reykjanesbæ. Vinnuheiti miðstöðvarinnar er Kaupbætir en gert er ráð fyrir að jafnvel verði höfð samkeppni um endanlega nafngifti miðstöðvarinnar þegar fram í sækir. 

Þetta verður sannarlega verslunar- og þjónustumiðstöð í alfaraleið en þarna aka 10.000 bílar á hverjum degi. Ótrúlegur fjöldi fólks fer um Reykjanesbrautina; fólk á leið til og frá Suðurnesjum, til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk allar þeirra sem sækja Suðurnesin heim, m.a. til þess að bregða sér í Bláa lónið og skoða nesið sjálft. Varla er því hægt að hugsa sér betri staðsetningu fyrir slíka miðstöð en hún verður í tveimur húsum. Óhætt er að fullyrða að hönnunin ein kemur til með að draga fólk í miðstöðina og síðan bætist við mikið aðdráttarafl verslana og þjónustu sem þar verður að finna. Steindór B. Sigurgeirsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs ATAFLS segir að trúlega verði húsnæðið ekki selt heldur leigt út og ætlunin sé að skara þarna fram úr á allan hátt.

Verslunar og þjónustumiðstöðin sem mun rísa þar sem ekið er inn í Reykjanesbæ.

Fleira á döfinni
ATAFL er með fleiri verkefni í bígerð, t.d. byggingu blokkaríbúða í Litlakrika í Mosfellsbæ. Ekki má heldur gleyma því sem gert hefur verið eins og byggingu Sléttuvegar 19-23. Sú bygging var reist fyrir Samtök aldraðra og þykir hafa tekist með eindæmum vel. Einnig er verið að ljúka miklum framkvæmdum við Bláa lónið. Um er að ræða 3200 fermetra stækkun sem tekur til búningsklefa, verslunar og aðstöðu fyrir starfsfólk ásamt því að þarna hefur verið byggður einn glæsilegasti veitingasalur landsins.
 
Kyntu þér málið nánar
www.atafl.is

ATAFL í útrás í hálfa öld
ATAFL sem er eitt elsta verktakafyrirtæki á landinu á 50 ára afmæli í ár. Þar til fyrir skömmu bar fyrirtækið nafnið Keflavíkurverktakar hf. enda upprunnið á Suðurnesjum þar sem aðalathafnasvæði þess var lengst af. Nú starfar ATAFL um allt land svo nafnið þótti of staðbundið og var breytt.
Höfuðstöðvar ATAFLS eru nú nær miðpunkti helsta athafnasvæðis fyrirtækisins, í Lyngás 11 í Garðabæ. Forstjóri ATAFLS er Kári Arngrímsson verkfræðingur og hefur hann starfað lengi hjá fyrirtækinu.
ATAFL býr yfir mikilli sérþekkingu sem byggir á hálfrar aldar langri alhliða reynslu í mannvirkjagerð, viðhaldi og endurnýjun eldra húsnæðis. Þess má geta að fyrirrennarinn, Keflavíkurverktakar, var sameiginlegt fyrirtæki trésmíða, múrara, rafvirkja og pípulagningamanna þar sem þekking og reynsla allra nýttist til fulls. Nú sem fyrr ríkir metnaður hjá fyrirtækinu í verklegum framkvæmdum, í því að veita viðskiptavinum góða þjónustu og í að auka hagkvæmni sem mest.
ATAFL hefur samfélagslega ábyrgð í hávegum bæði á sviði öryggismála og umhverfisverndar. Fullyrða má að viðskipavinir með svipaða sýn sækist eftir að eiga viðskipti við fyrirtækið.


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga