Greinasafni: Arkitektar
Fígaró

Með listaverk náttúrunnar heima í stofu:

Glitrandi grjót og fossandi veggir.
Hérlendis hefur  náttúrusteinn aðallega verið nýttur í gólfefni og borðplötur, á meðan notkun efnisins er mun fjölbreyttari erlendis. Þar er til dæmis vinsælt að nota náttúrustein bæði í veggfossa og ljósaveggi.

Þessa handlaug er á veitingastaðnum Fiskmarkaðinum við Aðalstræti en Fígaró selur einnig handlaugar úr öðrum efnum en basalti eins og marmara.

“Náttúrusteinn hentar í ótrúlegust hluti, hvort sem er á gólf eða veggi, úti eða inni, í heimahús eða opinberar byggingar. Hann er tímalaus eins og náttúran sjálf og endist því bæði hvað útlit og gæði varðar,” segir Margrét Sigurðardóttir, annar eigandi verslunarinnar Fígaró í Garðabæ, sem sérhæfir sig í sölu á náttúrusteini á borð við granít, marmara, sandstein, basalt og onyx, og býður upp á  mun fjölbreyttari notkun á náttúrugrjóti en Íslendingar hafa hingað til átt að venjast.

Fossandi ró
Einn notkunarmöguleikinn, sem verið hefur vinsæll á opinberum stöðum erlendis, eru svokallaðir veggfossar úr handhöggnum basaltplötum. Slíkir fossar eru sannkallað augnayndi og fossaniðurinn skapar bæði róandi og skemmtilega stemmningu.
“Víða erlendis er það líka tákn um velmegun að geta látið vatnið renna stanslaust og því þykja svona vatnsveggir mjög flottir. Slíkir veggir eru notaðir mjög víða í Asíu,” segir Margrét og bendir á að með réttri lýsingu sé hægt að laða eiginleika grjótsins enn betur fram og hreinlega fá það til að glitra. Á Íslandi má til dæmis finna svona vatnsveggi í ljósversluninni Lumex og á veitingastaðnum Gló, en á báðum stöðum gefa þeir rýminu aukna ró.

 
Veggfoss úr handhöggnu basalti.

Lýsandi grjót
Í Fígaró má einnig finna handlaugar af ýmsum stærðum og gerðum úr náttúrusteini og þar er einnig hægt að sérpanta baðkör úr náttúrugrjóti.
“Notkunarmöguleikar náttúrusteinsins eru endalausir og þeir sem velja náttúrustein á heimilið eru í raun komnir með listaverk frá náttúrunnar í hendurnar, listaverk sem býr bæði yfir fágun og glæsileika,” segir Margrét. Hún bendir í því samhengi sérstaklega á Onyx, sem er afar skemmtilegt efni sem Fígaró selur. Steinninn, er til í allskonar litum hleypir ljósi í gegnum sig. Onyx hentar því sérlega vel í veggi með baklýsingu en slíka veggi má sjá víða  erlendis Slíkir ljósaveggir gefa hvaða rými sem er afar hlýlega birtu og aukinn glæsileika, og taka sig til dæmis mjög vel út á baðherbergjum og koníakstofum.

Onyx
hleypir ljósi í gegn um sig og hentar því vel í veggi með baklýsingu.

“Notkunarmöguleikar náttúrusteinsins eru endalausir og þeir sem velja náttúrustein á heimilið eru í raun komnir með listaverk frá náttúrunnar í hendurnar, listaverk sem býr bæði yfir fágun og glæsileika,”

Allar nánari upplýsingar um vörur Fígaró  gefur Hörður Hermannson í síma 8972272. Nánar má  lesa sér til um vöruúrvalið á heimasíðunni www.figaro.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga