SS Byggir. Öflugt verktakafyrirtæki á Akureyri

SS -Byggir: Öflugt verktakafyrirtæki á Akureyri
Fyrirtækið SS-Byggir, verktakafyirtæki ( www.ssbyggir.is), var stofnað í mars árið 1978 og er eitt elsta og öflugasta verktakafyrirtæki á sviði byggingariðnaðar á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.

 
Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og segir hann að fyrirtækið hafi frá upphafi lagt mikla áherslu á gæði, hagkvæmni og vönduð vinnubrögð.
Starfsemi  fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt og nú starfa hjá fyrirtækinu um 80 manns auk þess sem fjöldi undirverktaka vinnur fyrir fyrirtækið.

Tak
Árið 2006 keypti SS-Byggir innréttingafyrirtækið Tak en það hafði starfað í um 15 ár. Tak hefur getið sér gott orð fyrir vandaðar innréttingar um allt land og er stór hluti framleiðslunnar unninn fyrir landsbyggðina og Stór-Rreykjavíkursvæðið.
Hjá fyrirtækinu starfar innanhússarkitekt sem teiknar upp og hannar allar gerðir innréttinga, svo sem fyrir íbúðarhús, skrifstofuhúsnæði, skóla, sjúkrahús o.fl. Tak er að ljúka smíðum á um 60 innréttingum fyrir? Búseta á Akureyri og var tilboð Taks tekið fram yfir innfluttar innréttingar. Á innréttingaverkstæðinu starfa um 15 manns.

Brekatún
SS-Byggir hefur hafið framkvæmdir við byggingu 8 hæða íbúðarhúss við Brekatún með frábæru útsýni yfir golfvöllinn.? Við Brekatún var gert ráð fyrir 8-12 hæða fjölbýlishúsi en þar sem bæjaryfirvöld eru andvíg háreistum byggingum taldi fyrirtækið það ekki vænlegan kost að reisa hærra hús. Það hefði einnig kallað á mjög svo breyttan tækjakost, svo sem hærri krana, stærri lyftur og margt fleira því fylgjandi.

Stækkun Glerártorgs
Nú er SS-Byggir að ljúka við byggingu 24urra raðhúsaíbúða fyrir Gránufélagið sem verður þá komið með um 100 leiguíbúðir sem fyrirtækið hefur séð um byggingu á. Auk þess vinnur fyrirtækið að stækkun Glerártorgs um u.þ.b. 10.000 fermetra en SS-Byggir sá einnig um byggingu á fyrri hlutanum. Eftir stækkun verður Glerártorg um 20.000 fermetra verslunarhúsnæði.

Undirhlíð
SS-Byggir hefur nú lagt fram deiliskipulagstillögu við Undirhlíð frá arkitektastofunni Kollgátu. Um er að ræða tvö sjö hæða fjölbýlishús og er gríðarleg eftirspurn eftir slíkum íbúðum á þessu svæði.

Sjallareiturinn
Fyrirtækið hefur til umráða svokallaðan Sjallareit og hefur sl. fimm ár skilað inn fjölda tillagna. Þar hefur m.a. verið gert ráð fyrir verslunarrými, íbúðum og bílgeymslu. Einnig hefur verið lögð fram tillaga um hótelbyggingu á reitnum. Þá hafa komið fram tillögur um fimm til sextán hæða? byggingar á reitnum. Framkvæmdastjóri SS-Byggis, Sigurður Sigurðsson, telur að með tilkomu „Akureyrar í öndvegi“ hafi framkvæmdir á reitnum stöðvast.


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga