Greinasafni: Skipulag
Einbýlishúsalóðir með möguleika

Suðurbyggð selur stórar og ódýrar lóðir sem veita meiri sveigjanleika og frelsi í hönnun einbýlishúsa en gerist og gengur.

Suðurbyggð er fyrirtæki sem selur byggingalóðir á Selfossi – hefur reyndar búið til heilt hverfi þar í bæ og er með samtals sex hundruð lóðir í sölu. Svæðið er í framhaldi af núverandi byggð á Selfossi, en Suðurbyggð keypti landið, sem er 32 hektarar og hefur unnið að skipulagingu á því með bæjarstjórn Árborgar frá fyrsta degi.
 

Bjarni Kristinsson RR0Z1024.jpg
framkvæmdastjóri
Suðurbyggðar.

Mynd ingó

Suðurbyggð verður um tvö þúsund manna byggð og býður upp á mikinn fjölbreytileika í lóðum og byggingum, þar sem byggingaskilmálar eru afar opnir.

Bjarni Kristinsson framkvæmdastjóri Suðurbyggðar segir gatnagerð í fyrsta áfanga lokið og að nú styttist í að fyrstu húsin fari að rísa, þegar sé farið að sækja um leyfi fyrir teikningum hjá hjá framkvæmdasviði Árborgar.

Í fyrsta áfanga eru einbýlishús, parhús og raðhús, segir Bjarni, þegar hann er spurður hvers konar byggð verði á svæðinu. “Við erum að upplifa það að fólk vill frekar búa í sérbýli en fjölbýli. Fólk sem hefur samband við okkur frá Reykjavík er að sjá möguleika á að selja eignina sína þar og eignast 200 fermetra einbýlishús fyrir sama pening og blokkaríbúð í Reykjavík.”

Eignarlóðir
En þeir eru fleiri kostirnir hjá Suðurbyggð vegna þess að hver lóð sem þeir selja er eignarlóð. “Kaupendurnir borga því enga lóðaleigu og því má segja að lóðin sé mun ódýrari en hjá Árborg. Lóðaleigan sem er inni í fasteignagjöldunum fellur út, þar sem þú átt lóðina sjálfur.”

Bjarni segir Suðurbyggð hafa reynt að hanna fyrsta og annan áfanga þannig að lóðirnar væru stórar og byggingarreiturinn rúmur. “Þú getur leikið þér nokkuð hvað arkitektúr varðar, jafnvel verið með útskot hér og þar án þess að vera kominn að einhverjum mörkum – og getur byggt þér býsna stórt hús.Það er mjög stutt í nýjasta skólann, Sunnulækjarskóla, einnig er leikskólinn Hulduheimar í næsta nágrenni og það er stutt í flesta þjónustu.

Engu að síður er næsti áfangi hjá okkur hugsaður sem verslun og þjónusta. Það er kominn tími til að auka slíkt í þessum útjaðri Selfoss og það segir sig sjálft að þegar risin er tvö þúsund manna byggð, sjáum við klárlega fyrir okkur þörf fyrir miðju sem getur þjónustað það. Hingað til hefur öll verslunar- og bankaþjónusta verið í miðbæ Selfoss en við hugsum okkur að breyta því..”

Einbýlishús á 22 milljónir
Suðurbyggð hefur gert gatnagerðarsamning við Árborg og öll sú þjónusta sem veitt er í sveitarfélaginu verður veitt í Suðurbyggð. 1. áfangi hverfisins er inni á aðalskipulagi Árborgar og er nú þegar tilbúinn til afhendingar, 2. áfangi er í skipulagsferli.

Þegar Bjarni er spurður hverjir séu helst að kaupa lóðirnar í fyrsta áfanga, segir hann að fjölskylufólk sé að kaupa einbýlishúsalóðirnar en verktakar raðhúsa- og parhúsalóðirnar. “Hvað fjölskyldurnar varðar, þá er þetta ungt fólk og nú þegar hafa nokkrar fjölskyldur úr Reykjavík fest kaup á þeim. Þetta er ungt fólk með börn, en við verðum áþreifanlega vör við það að ungt fólk sé farið að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er mjög eðlilegt, þegar þú skoðar kostnaðarmuninn. Við höfum hannað þetta hverfi frá A til Ö og bjóðum fólki líka að byggja fyrir það fokheld hús. Sem dæmi, þá erum við núna með tvö hundruð fermetra einbýlis hús og erum að selja það fokhelt á 22 milljónir.”

Fleiri kostir
Eins og allir vita stendur fyrir dyrum að breikka Suðurlandsveginn og þá er farið að skipta sáralitlu máli hvort þú keyrir í vinnuna frá vesturbæ Reykjavíkur, úr Mosfellsbæ eða Árborg, einkum þegar litið er á það að mörg stórfyrirtæki með fjölda manns í vinnu eru staðsett í útjaðri Reykjavíkur, nærri Suðurlandsveginum.

“En kostirnir eru fleiri,” segir Bjarni. “Þetta svæði er mjög flatlent og það er stutt niður á fast. Það er mjög jákvætt fyrir þá sem eru að byggja þarna. Tengingin inn í hverfið er mjög góð, vegna þess að gata sem heitir Suðurhólar gengur í gegnum allt hverfið frá austri til vesturs og aðkoman verður á allan hátt mjög aðgengileg.

Nánari upplýsingar er að finna á www.sudurbyggd.is

Pov1Small.JPG

Innifalið í lóðaverðinu eru gatnagerðagjöld og því sumar lóðirnar ódýrari en hjá sjálfu sveitafélaginu auk þess sem ekki þarf að greiða lóðaleigu af eignalóðum né fara í gegnum stífar útlutunarreglur. Suðurbyggð í samvinnu við Glitni býður uppá lóðalán þar sem hægt er að fresta greiðslu lóðar á meðan verið er að koma húsinu upp til að liðka fyrir framkvæmdum.

Hraunhella 1-1.jpg
Hraunhella 1. 200 m2 einbýli sem verið er að hanna og er á tilboðsverði um 22 milljónir fokhelt

OverAlltSmall.jpg
Séð yfir fyrsta áfangann, Sunnulækjarskóli í baksýn.

„Við erum að upplifa það að fólk vill frekar búa í sérbýli en fjölbýli. Fólk sem hefur samband við okkur frá Reykjavík er að sjá möguleika á að selja eignina sína þar og eignast 200 fermetra einbýlishús fyrir sama pening og blokkar-íbúð í Reykjavík.”

Verktakar hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga þar sem ekki er um stífar úthlutunar reglur að ræða. Hér gildir bara að hafa samband við okkur og ná samkomulagi um kaup og kjör. Sérstaklega hafa verktakar sýnt götunni, Gráhellu áhuga, sem er vænlegur kostur fyrir þá. Þar er um að ræða 14 íbúða lengjur á tveimur hæðum og miklir möguleikar enda mikil vöntun á litlum einstaklingsíbúðum á svæðinu.

hraunhella20004.jpg
Hraunhella 2.  200m2 Einbýli sem búið er að hanna fyrir viðskiptavin og er á tilboðsverði 22 milljónir fokhelt.

efrimynd_sida3.jpg
Gráhella 14 íbúðir á tveim hæðum

Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga