Greinasafni: Skipulag
Búgarðabyggðin Byggðarhorn

Sælureitur við Selfoss

Í aðeins tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð suð-vestur frá Selfossi, í landi jarðarinnar Byggðarhorns, hefur verið skipulögð íbúðabyggð fyrir þá sem vilja njóta frelsis en jafnframt nærveru við þéttbýli. Lóðirnar eru margfalt stærri en gengur og gerist og á þeim er leyfilegt að reisa bæði stór íbúðarhús og byggingar til húsdýrahalds. Byggðin DSC_0046.jpghefur verið nefnd búgarðabyggð og óhætt að segja að um sé að ræða sannkallaðan sælureit fyrir þá sem kjósa hvíld frá rauðum ljósum og langvarandi leit að bifreiðastæðum!

Byggðarhorn er einstaklega vel í sveit sett fyrir þá sem hafa ánægju af útivist. Þaðan er stutt til Þingvalla, á Hengilsvæðið, að heillandi suðurströndinni með sínu fjölbreytilega fuglalífi og ótæmandi möguleikum til skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.

Sveitasetur og heimili í þéttbýli
Við skipulag Byggðarhornsbyggðarinnar var lögð áhersla á að samþætta kosti sveitaseturs og heimilis í þéttbýli. Sem dæmi um kostina má nefna að stutt verður fyrir börn og DSC_0046.jpgunglinga að sækja skóla á Selfossi. Þar geta ungmennin einnig stundað tónlistarnám, íþróttir og annað félagslíf og skólafélagarnir sem búa á Selfossi verða í seilingarfjarlægð. Vegalengdin til Selfoss, 2,5 km, er heldur ekki meiri en svo að þangað er jafn auðvelt að skreppa í búð eins og í verslun í Reykjavík, vanhagi fólk um eitthvað smálegt. Sama gildir einnig um heilsugæsluna sem er að sjálfsögðu fyrir hendi á Selfossi. Búgarðabyggðin sem slík á sér því tæpast hliðstæðu þar sem þetta er lokuð byggð í göngufæri frá öflugri þjónustu í þéttbýli enda mun Sveitarfélagið Árborg þjónusta Byggðarhorn á sama hátt og aðra skipulagða byggð í dreifbýli.

Fjölbreittir byggingarreitir og gróið land
Engin lóð er eins í Byggðarhorni. Landið hefur verið hæðarmælt og byggingarreitir yfirleitt settir niður á hæstu staði í landinu, sem er þó að jafnaði fremur slétt. Byggingareitirnir eru það rúmir að fólk getur fært hús sín þó nokkuð til eftir því sem aðstæður og landslag leyfir.

Landið á þessum slóðum er vel gróið og að stærstum hluta graslendi. Í framræsluskurðum, sem þarna eru, má sjá að víðast er skammt niður á klappir svo auðvelt verður að komast niður á fast þegar byggingarframkvæmdir hefjast og þar með verður kostnaðurinn minni en ella.

Lágt lóðaverð
Verð á lóðum í búgarðabyggðinni er mun lægra en ætla mætti og fermetraverðið er aðeins brot af því sem algengt er á höfuðborgarsvæðinu. Öllum lóðum verður skilað með heitu og köldu vatni, rafmagni og háhraðafjarskiptatengingu í jarðstreng. Bundið slitlag verður á vegum og meðfram vegum verður lágstemmd veglýsing en ekki háir ljósastaurar eins og gerist í þéttbýli og lýsa þá upp allt umhverfi sitt. Lýsingin mun því auka enn frekar sveitastemminguna sem þarna mun ríkja en verður þó að sjálfsögðu næg til umferðarlýsingar. Einnig verður sett upp lýsing við göngustíga.

DSC_0033.jpg

Atvinnurekstur
Í aðalskipulagi Árborgar er leyfileg starfsemi á svæðinu skilgreind sem „allur venjulegur

landbúnaður”. Í því felst meðal annars að heimilt er að starfrækja í búgarðabyggðinni bændagistingu, dýrahald, ræktun, tamningar og reiðskóla. Leigja má út gróðurreiti fyrir matjurta- eða skólagarða og stunda fræðslustarfsemi og námskeiðahald um ræktun, náttúru, gróður, meðferð og ummönnun húsdýra. Einnig er heimilt að setja á fót starfsemi sem talist getur eðlileg þjónusta við íbúa viðkomandi hverfis svo sem verslun, hreinlegan iðnað, margs konar þjónustustarfsemi, leiksvæði og annað sem ekki mun valda íbúum óþægindum sökum lyktar, hávaða, óþrifnaðar, sjónmengunar eða óeðlilegra mikillar umferðar. Þá er búgðarabyggðin kjörin til að stunda listtengda atvinnustarfsemi eins og myndlist, ritstörf og tónlist.

Nánari upplýsingar um búgarðabyggðina er að finna á slóðinni www.byggdarhorn.is

 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga