Við höfum hlustað á markaðinn
RR0Z0578.jpg
Mynd Ingó.
Hanza-hópurinn með nýja hugsun í íbúðagerð

Arnarneshæðin er stærsta einstaka byggingaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi – íbúðir í fjölbýlishúsum og raðhúsum. Árið 2006 tók Hanza-hópurinn við verkefninu sem þá var nýhafið, alls 335 einingum, raðhúsum og íbúðum í fjölbýli en starfsvettvangur fyrirtækisins tengist þróun, skipulagi, hönnun og rekstri byggingar- og fasteignaverkefna, bæði í nýbyggingum, endurgerð og umsýslu fasteigna, þróun lóða, landa og hvers konar byggðasvæða. 

Hjónasvítur með fataherbergi
Núna er lokið fyrstu tveimur áföngunum og á annað hundrað eignir seldar og verið að hefja sölu á síðasta áfanganum og reiknað með að framkvæmdum við hann ljúki í byrjun árs 2010 – en fyrstu íbúðir verða tilbúnar til afhendingar núna í apríl. Íbúðirnar eru í þessum áfanganum eru austast í lægðinni, næst Bæjabrautinni.

„Það sem þessi þriðji áfangi hefur fram yfir hina áfangana,“ segir Sigrún Þorgrímsdóttir RR0Z0550.jpgframkvæmdastjóri Hanza-hópsins, „er að þarna er verið að koma til móts við þarfir sem hefur ekki verið sinnt svo mikið hingað til og við viljum meina að sé ný hugsun í íbúðagerð. Það sem einkennir þessi fjölbýlishús er fyrst og fremst hvað er allt mjög rúmgott. Þarna eru íbúðir frá hundrað fermetrum og upp í 160 fermetra, en yfirleitt bara með einu eða tveimur svefnherbergjum. Húsin eru öll tveggja hæða með bílageymslu undir en samt lyftuhús og allar íbúðir með sérinngangi frá svölum. Nýbreytnin felst í i því að flestar íbúðirnar eru með hjónasvítu og þá er þar sérbaðherbergi fyrir hjónin og rúmgott fataherbergi. Stærri íbúðir eru allar með tveimur baðherbergjum og barnaherbergin af þeirri stærð sem áður þekktust sem hjónaherbergisstærð, þannig að þau eru mjög rúmgóð.“

Rúmgott á milli húsa
„Annað nýnæmi í þessum húsum er áhersla á stórar geymslur. Margar geymslurnar eru með tvöföldum hurðum þannig að inn í þær má koma litlum bíl, eða fellihýsi. Þær nýtast því eins og RR0Z0542.jpgbílskúr eða frístundaaðstaða, en jafnframt fylgir öllum íbúðum stæði í bílageymslu.“

Þegar Sigrún er spurð hver sé kveikjan að þessum breytingum, segir hún: „Við höfum hlustað á markaðinn; hlustað á hvað fólk saknar í hefðbundnum íbúðum og hvað það dreymir um. Margir kvarta yfir því að þeir geti ekki flutt úr stóru húsunum vegna þess að þeir eigi svo mikið dót sem þeir komi ekki fyrir og svo er það allt fullorðinsdótið eins og mótorhjól og vélsleðar. Það er einn og einn sem kvartar yfir því að þeir komi ekki rennibekknum fyrir – en þeir eru fáir.

Það sem einkennir þetta hverfi er sú lágreista byggð sem þarna er. Hæstu húsin eru þriggja hæða og mjög rúmgott á milli þeirra, þannig að flestar íbúðir njóta nokkurs útsýnis þótt þær séu á jarðhæð. Húsin eru öll einangruð utan frá og klædd varanlegri álklæðningu. Við höfum líka lagt áherslu á að vera með ál-glugga og ál-svalahurðir þannig að viðhald verði sem allra minnst.“

Greiðfærni til allra átta
Sigrún segir landfræðilega staðsetningu hverfisins enn eina rósina í hnappagat Arnarneshæðarinnar. „Þetta er aflokað hverfi – enginn gegnumakstur en liggur samt mjög vel við öllum umferðaræðum, eins og Hafnarfjarðarveginum og Reykjanesbrautinni og það er örstutt til allra átta. Í dag, þegar tími manna í umferðinni er farinn að aukast til muna, er verðmæti góðrar legu íbúðasvæðisins orðið harla mikið. Eitt af því sem við heyrum frá fólki sem er flutt í hverfið, hvað þaðan er fljótlegt að komast í vinnu, í Kringluna og í Smáralindina. Greiðfærnin er það sem kemur fólki mest á óvart.“

Draumasveitarfélagið
Í hverfinu sjálfu er engin bein þjónusta, fyrir utan að gert er ráð fyrir leikskóla, sparkaðstöðu og leiksvæði fyrir börnin – en syðst í hverfinu eru bæði barnaskólinn, framhaldsskólinn, íþróttahverfið og sundlaugin. Þangað er stutt að fara og án þess að þurfa að fara yfir umferðargötu. „Garðabær er mjög vaxandi bæjarfélag,“ segir Sigrún, „og fékk hæstu einkunn annað árið í röð fyrir að veraDSC_5061.jpg draumasveitarfélgið. Það er stutt í alla útivist; golfvöllinn, göngusvæði og Garðabær hefur verið duglegur við að gefa út kort með gönguleiðum. Síðan var verið að skipulegga nýtt íþróttahús á nýju svæði þarna syðst í hverfinu.

Þarna er ekki mikill þéttleiki byggðar – þannig að það loftar dálítið um. Íbúarnir hafa meira persónulegt rými en gengur og gerist – því þegar upp er staðið þá vill fólk ekkert vera með alla ofan í sér. Það er ríkt í okkur Íslendingum að vilja sjá til sjávar og sjá til fjalla. Aðaláhugamál okkar hefur nú gjarnan verið veðrið og við viljum geta séð hvort það er brim á hafinu eða snjór í fjöllum.

RR0Z0557.jpgMeð þarfir nútímafjölskyldunnar í huga
Í þessu hverfi erum við líka að bjóða upp á nokkrar gerðir af raðhúsum. Þau eru á tveimur til þremur hæðum. Í stærri húsunum er sums staðar möguleiki á að vera með séríbúð á jarðhæð. Húsin eru hönnuð með þarfir nútímafjölskyldunnar í huga og þá er hugað að rúmgóðum svefnherbergjum, fleiri baðherbergjum, fataherbergjum, ásamt því að hafa rúmgóð sameiginleg rými. Það eru alls staðar innbyggðir bílskúrar og einnig lögð áhersla á aðstöðu tilútiveru, bæði með verönd og mjög stórum svölum. Þessi hús verða afhent ýmist tilbúin til innréttinga eða tilbúin með öllum innréttingum og gólfefnum, það er að segja tilbúin til innflutnings. Þau eru frá 215 upp í 300 fermetrar.“
RR0Z0571.jpgRétt eins og fjölbýlishúsin eru raðhúsin álklædd að utan en svo skreytt með ýmist harðviðarklæðningu eða flísum til að brjóta upp ytra formið. Í þeim, eins og fjölbýlunum, er allt gert til að tryggja sem minnst viðhald á næstu árum. Í þeim eru þrjú til fimm svefnherbergi, allt eftir stærð húsanna. Raðhúsin í þriðja áfanga eru þegar komin í sölu en fjölbýlishúsin koma í sölu með vorinu.

Komið til móts við kúnnann
„Hanza-hópurinn hefur lagt áherslu á að brjóta sig út úr þessu fari sem tíðkast hefur og felst í því að allir eru að byggja eins, hvort heldur Reykjanesbær, Hafnarfirði, Kópavogi eða Mosfellsbæ,“ segir Sigrún. „ Þetta er dálítið einsleitur markaður í dag – sama formúlan, sama í hvaða nýbyggingahverfi þú ert. Við komum úr fasteignasölum og erum vön að vera í samskiptum við kúnnana. Við teljum okkur þekkja þeirra óskir ágætlega og langar til að koma meira til móts við þær og leggjum metnað okkar í vel hannaðar, vel byggðar íbúðir á góðum stað.

Það sem einkennir þetta hverfi er sú lágreista byggð sem þarna er. Hæstu húsin eru þriSigrun Thorgrimsdottir.jpgggja hæða og mjög rúmgott á milli þeirra, þannig að flestar íbúðir njóta nokkurs útsýnis þótt þær séu á jarðhæð.

Þarna er ekki mikill þéttleiki byggðar – þannig að það loftar dálítið um. Íbúarnir hafa meira persónulegt rými en gengur og gerist – því þegar upp er staðið þá vill fólk ekkert vera með alla ofan í sér. Það er ríkt í okkur Íslendingum að vilja sjá til sjávar og sjá til fjalla.


Sigrún Þorgrímsdóttir framkvæmdastjóri Hanza-hópsins.

 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga