Minni kostnaður, styttri byggingartími

S.H. Einingahús bjóða upp á fjölbreytt úrval af sænskum einingahúsum.

S.H. Einingahús er fjölskyldufyrirtæki sem hefur einkasöluumboð á Íslandi fyrir hinn virta sænska einingahúsaframleiðandann Värsasvillan. Undirbúningur innflutnings þessara húsa hefur nú staðið í um tvö ár og komu fyrstu húsin til landsins í nóvember 2006. Þau voru reist í Reykjanesbæ, en síðan hafa risið fjögur hús og á þessu ári mun þeim fjölga um sjö. Rekstrarstjóri S.H. Einingahúsa er Halldór Jón Jóhannesson og segir hann reksturinn þríþættan. „ Við rekum jarðverktakafyrirtæki samhliða þessum innflutningi á húsunum. Við sjáum því um jarðvinnu í kringum húsin og höfum sérhæft okkur í öllu sem tengist húsbyggingum. Þegar fólk kaupir hús hjá okkur, sjáum við því um pakkann frá A til Ö, vinnum jarðvegsvinnuna, tökum á móti húsinu, fjarlægjum pakkningarnar utan af þeim, setjum þau upp og getum gengið frá húsinu þannig að þú ert kominn með grasið í garðinn.“
RR0Z0734.jpg
Halldór Jón Jóhannesson rekstrarstjóri og Kolbrún Sigtryggsdóttir.
Mynd Ingó

Húsin koma með öllu, gólfefnum og heimilistækjum, öllu nema flísum. Þær velur fólk sjálf í katalóg hjá S.H. Einingahúsum. „Kostirnir við að kaupa svona hús eru margir,“ segir Halldór. „Fyrst og fremst er byggingartími stuttur. Eftir að þú leggur inn pöntun hjá okkur, er afgreiðslufresturinn fjórir til sex mánuðir eins og staðan er í dag. Við reynum almennt að hafa afhendingartíma um fjóra mánuði. Eftir að húsið er komið á byggingarstað erum við í þrjá til fimm daga að gera það fokhelt. Þegar við reisum útveggina er heildarútlit hússins komið, einingarnar koma einangraðar og klæddar að utan og innan, með hurðum, sem og glerjum í gluggum. Í þessum húsum er miklu meiri einangrun en gengur og gerist hér á landi og það er þrefalt gler í öllum gluggum. Þetta eru með vandaðri timburhúsum sem þú getur fengið.

Halldór segir úrvalið af hurðum og gluggum afar fjölbreytt, sem og í heimilistækjum en húsin afhendast með þeim. „Stuttur byggingartími þýðir minni fjármagnskostnaður,“ segir hann og bætir við: „Eins erum við að bjóða þetta þannig að þegar þú kaupir hús af okkur, þá borgarðu um tíu prósent inn á þegar þú færð allar teikningar afhentar, en svo borgarðu okkur ekkert aftur fyrr en húsið er fokhelt. Þar fyrir utan er þessi leið mun ódýrari en þegar þú byggir frá grunni. Fermetraverð er í kringum 130 þúsund á fullbúnu húsi, fyrir utan lóð og sökkul. „

Húsin eru misstór og í raun og valmöguleikarnir endalausir að sögn Halldórs. „Ef þú finnur einhverja tekingu sem þér hugnast, geturðu breytt henni eins og þú vilt – jafnvel komið með þínar eigin skyssu. Þetta er ekki þannig að þú getir bara fengið þau hús sem eru á lista fyrirtækisins, þótt þá sé afhendingartíminn vissulega styttri. Þetta er 55 ára gamalt fyrirtæki og hefur mikla og langa reynslu af því að búa til ný hús. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu Borgenhard fjölskyldunnar . Framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag er þriðji ættliðurinn sem tekur við stjórn. Annar ættliðurinn situr þó enn sem stjórnarformaður, þannig að þetta er mjög vel rekið fyrirtæki. Gæðaeftirlitið innan fyrirtækisins hjá þeim er mjög strangt og allt timbur og efni sem þeir kaupa er sérvalið af þeim sjálfum. Þetta er því allt fyrsta flokkst timbur sem notað er í húsin.“

Halldór segir S.H. Einingahús alltaf taka tvo til þrjá Svía heim með sér til að reisa húsin. „Þeir koma á vegum verksmiðjunnar og gerþekkja því þessi hús. Við reistum sumarhús núna í haust, á staðnum voru aðeins tveir Svíar, ásamt kranabílstjóra og tveimur mönnum frá okkur. Við byrjuðum hálfníu að morgni mánudags að híf og klukkan kortér fyrir sex á þriðjudegi vorum við búin að afhenda húsið eins og þau vildu taka við því. Þá var búið að setja þakið á húsið en átti eftir að setja þaksteininn á.“

Fyrir þá sem áhuga hafa á þessum fallegu húsum er heimasíða S.H. Einingahúsa www.varsasvillan.is

RR0Z0734.jpg
Hamradalur 8

S.H mynd.jpg
Hluti af tækjum fyrirtækisins að störfum

Þar fyrir utan er þessi leið mun ódýrari en þegar þú byggir frá grunni. Fermetraverð er í kringum 130 þúsund á fullbúnu húsi, fyrir utan lóð og sökkul.

RR0Z0730.jpg
Fífudalur 12, Reykjanesbæ.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga