Stórhús í tveimur heimsálfum

Stórhús er almenn fasteignasala sem að auki sérhæfir sig í atvinnuhúsnæði. Á liðnum árum hefur fyrirtækið þó verið að sérhæfa sig í eignum erlendis, í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og er óhætt að segja að það gangi vonum framar. Það eru þeir Ísak Jóhannsson og Agnar Agnarsson sem veita fyrirtækinu forstöðu og aðspurður um hvers konar húsnæði er verið að selja í Danmörku, segir Ísak það vera svokallaðar hótelíbúðir, “Á síðasta ári seldum við um það bil hundrað og fimmtíu íbúðir í Kaupmannahöfn, bæði við Sommerstedgade og í Gamla Myntsláttuhúsinu á Amager.Það síðarnefnda er í eigu íslenskra fjárfesta og er núna verið að vinna í að gera það upp og innrétta. Það er áætlað að íbúðirnar verði til sölu í nóvember, en í húsinu verða áttatíu íbúðir, frá 45 fermetrum, upp í 80 fermetrar að stærð.”

100_3081a.jpg
Parhús 202 fm í Willage Walk Orlando.

Í miðju Kaupmannahafnar

“Þetta eru tveggja herbergja íbúðir og stúdíóíbúðir með og skilast fullbúnar með öllu sem til þarf, allt frá teskeiðum, upp í sjónvarp og rúm og síðan eru tveggja herbergja íbúðir. Við verðum með þessar íbúðir í sölu – en það er ekkert markmið okkar að selja þær bara Íslendingum. Hins vegar hafa Íslendingar keypt allar íbúðirnar sem við erum með á Nörrebro, í Fred 11, húsi sem við höfum staðið fyrir endurnýjun og sölu á. Þar eru alls 57 íbúðir og fljótlega verður opnuð þar matvöruverslun á jarðhæðinni. Síðan erum við með önnur smærri verkefni sem við höfum selt íslenskum verktökum og þeir eru að hefja framkvæmdir fyrir okkur á nokkrum stöðum í Kaupmannahöfn.

Þú getur eignast þína eigin íbúð í Kaupmannahöfn. Þaðan geturðu stýrt fyirtækinu þínu, stundað nám, verið í fríi eða sinnt öðrum erindum. Staðsetningin er frábær, mitt í norðvestuhluta Kaupmannahafnar, en það er eitt af líflegustu hverfum borgarinnar. Þegar þú ert ekki að nota íbúðina er auðvelt að leigja hana á vegum hótelsins.

Allar íbúðirnar eru smekklega innréttaðar með stofu og borðstofu, fullbúnu eldhúsi og baðherbergi. Það verður boðið upp á fjölbreytta þjónustu, til dæmis þrif, fatahreinsun og margt fleira.”

Fólkið.jpg

“Húsin eru rekin eins og hótel. Þegar þú ert ekki sjálf að nota íbúðina, er hún í útleigu, þannig að þú hefur af henni tekjur.

Spennandi í Berlín
Ástæðuna fyrir því hvað vel gengur að selja íbúðirnar segir Ísak vera þá að hér sé um afar hagstæða fjárfestingu að ræða. “Húsin eru rekin eins og hótel. Þegar þú ert ekki sjálf að nota íbúðina, er hún í útleigu, þannig að þú hefur af henni tekjur. Við höfum verið í svipuðum framkvæmdum í Berlín, við Potsdamer Strasse 85 og byrjum eftir páska að selja íbúðirnar þar. Þær eru í nýlegu hóteli, þar sem er veitingastaður og móttaka á jarðhæðinni. Staðsetningin er mjög góð, hótelið er rétt hjá Potsdamer Platz. Það eru fimmtíu metrar út á lestarstöð, tvær stoppistövar og þá ertu kominn niður í miðborg.

Íbúðirnar í Pottsdamer Strasse eru frá þrjátíu og fimm, upp í áttatíu fermetrar, auk þess sem ein íbúðin er penthouse íbúð, rúmir hundrað fermetrar.

Þar, eins og á hótelunum í Kaupmannahöfn, verður hótelhaldari sem mun reka fyrirtækið og borga fólkinu P9240017.JPGfasta tölu á dag í leigu. Við útvegum fólki fær 80% fjármögnun og síðan mun leigan dekka lánin og samt verða afgangur. Þeir sem eiga íbúðirnar eiga líka bílakjallarann sem er leigður út. Þar koma einnig inn leigutekjur. Enn má nefna að á jarðhæðinni eru banki og veitingahús í húsnæði sem íbúðaeigendur eiga og þar koma líka leigutekjur í hússjóðinn. Það er Agnar Agnarsson sér um sölu á þeim þessum íbúðum í Berlín.”

Það þarf varla að taka það fram hvað íbúð í Berlín er góður kostur. Þar er ríkulegt menningarlíf, fyrirtaks veitingahús, skemmtilegt mannlíf, hægt að ganga og hjóla um alla borgina, samgöngur um alla Evrópu greiðar – og einkar ódýrt að ferðast þaðan til fyrrum austantjaldslandanna.

Pottsdamer Strasse Berglín
eru 80 hótelíbúðirLóðir í Englandi

Í Englandi hefur Stórhús ekki verið að selja húsnæði, heldur land – eða lóðir í Highworth í Swindon. “Við höfum við verið að selja óskipulagðar lóðir á þessu svæði sem er áttatíu mílur suðvestur af London og höfum þegar selt áttatíu og tvær lóðir. Hér er um að ræða smærri fjárfestar, allt Íslendinga, sem eru að kaupa lóðina á 23 þúsund pund. Eftir þrjú til fjögur ár þegar búið er að skipuleggja svæið, geta þeri selt hverja lóð á 80 til 100 þúsund pund, þannig að þetta er nokkuð góð fjárfesting. Við erum einnig að selja tuttugu og átta óskipulagðar lóðir í Kent, sem eru nánast allar seldar, eða tuttugu og tvær.

Nýjasta viðbótin í landnámi Íslendinga erlendis hjá Stórhúsum, er svo Flórída. “Við erum að selja alls staðar í Flórída, en þó aðallega í Orlando, einkum á svæði sem heitir Lake Nona.

100_3408b.jpg
Gamla myntsláttarhúsið í Kaupmannahöfn, þar er verið að endurbyggja húsið fyrir 80 hótelíbúðir.

Lúxus í Flórída
Á því svæði eru þrjú hverfi sem við erum að selja. Það fyrsta er Village Walk at Lake Nona, þar eru húsin kosta frá 250 þúsund upp í 450 þúsund dollara. Svo erum við með Lake Nona sjálft, þar er húsverð er frá 1.3 milljón dollara upp í 8 milljónir dollara. Þriðja hverfið er svo Eagle Creek, þar sem húsin eru frá 300 þúsundum, upp í 2 milljónir dollara. Þetta er alveg einstakt svæði fyrir golfara og fjölskyldufólk og á eftir að verða afar skemmtilegt svæði í nánustu framtíð. Eigendur landsins á þessu svæði eru sér mjög meðvitaðir um að það verði að vera eitthvað fleira upp á að bjóða en sól og sundlaug. Þeir eru núna að láta reisa eitt stykki miðbæ á svæðinu. Þá erum við að tala um miðbæ eins og við þekkjum frá Evrópum með göngugötum. kaffihúsum, veitingahúsum og verslunum, auk íbúða. Það er Helga Ólafsdóttir sem stýrir þessari nýju deild með fasteignum á Flórída – en sjálf býr hún í Eagle Creek.”

Það er ljóst að umsvif stórhúsa eru að verða æði yfirgripsmikil – enda hefur fyrirtækið sprengt utan af sér húsnæðið í kjallaranum á Þóroddsstöðum og flytur í Kópavoginn í apríl, þar sem fyrirtækið hefur fest kaup á húsnæði JB byggingarfélags í Bæjarlind a4.

    IMGP1775.JPG
Lóðir í suður Englandi

P9240019.JPG
Pattsdamer Strasse Berglín.

P9240007.JPG
80 hótelíbúðir í Berglín verða seldar eftir Páska hjá Stórhús

100_3097.jpg
Einbýlishús í Willage Walk Orlando

100_3348l.jpg
Við Sommerstegaate í Kaupmannahöfn er verið að breyta skrifstofubyggingu í 57 hótelíbúðir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga