MEST - allt til framkvæmda

Heildarlausni fyrir einstaklinga, verktaka og arkitekta

MEST er leiðandi þjónustufyrirtæki fyrir fagaðila á íslenskum byggingamarkaði. Nafnið endurspeglar styrk þess og djarfa framtíðarsýn. Fyrirtækið MEST á sér 60 ára langa rekstrarögu, sem hófst þann 19. janúar árið 1947, þegar Steypustöðin hf. var stofnuð í því skyni að ryða braut nýrri tækni við steinsteypu á Íslandi.

steypubill.JPG
Sýnir steypubíl og dælu frá MEST afhenda steypu.

Heildarlausnir fyrir húsbyggjendur og fagaðila á byggingamarkaði.

Stefna MEST er að vera leiðandi þjónustufyrirtæki fyrir fagaðila á byggingamarkaði. En auk almennra byggingavara selur MEST steypu-, járn-, pípulagninga- og múrvörur, glugga, stálgrindarhús, þakjárn og álklæðningar, iðnaðar- og bílskúrshurðir, innveggi og kerfisloft, hellur og garðeiningar auk ýmissa vinnuvéla, byggingakrana og tækja til bygginga- og lóðaframkvæmda.

“MEST býður í rauninni upp á nánast allt frá grunni að fokheldu og frágangi utanhúss, auk þess að vera með ýmsar sérlausnir fyrir arkitekta og verkfræðinga þegar kemur að hönnun og frágangi mannvirkja. Við erum með steypuna, járnið, lagnaefnið, gluggana og allt sem vantar til að reisa húsið, loka því og ganga frá því að utan með hellum og öðrum garðlausnum. Einnig bjóðum við upp á ýmsar lausnir hvað varðar þak- og veggeiningar og þakjárn á hús” segir Elvar Bjarki markaðsstjóri MEST.
RR0Z1068.jpg
Elvar Bjarki Helgason
markaðsstjóri MEST


Hvað steypuna varðar, þá bjóðum við upp á granítsteypu auk hefðbundinni steypu. En granítsteypa er ný hágæðasteypa, en við framleiðslu hennar eru aðeins notuð CE-merkt efni. Kostir hennar eru þeir að hún hefur meira veðrunarþol og stenst því íslenkt veðurfar betur; frost snjór og rigning hafa hverfandi áhrif á hana. Við erum líka með alls konar múrlausnir sem henta arkitektum, verkfræðingum og byggingaverktökum. Það er mikið um að slíkir aðilar leiti til okkar eftir lausnum á því sem þeir eru að glíma við.

“Markmið okkar er að vera leiðandi fyrirtæki fyrir fagaðila á byggingamarkaðinum og bjóða upp á framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að framkvæmdum”, segir Elvar Bjarki.

Tæknisala MEST býr yfir sérfróðum mönnum með gríðarlega þekkingu. En Tæknisala MEST veitir ráðgjöf og þjónustu á gluggum, hurðum, loftaþiljum, kerfisloftum, kerfisveggjum og stálgrindarhúsum meðal annars.

Í gluggum býður MEST upp á tréglugga, álglugga, plastglugga og áltréglugga í glæsilegri heild frá tveimur virtum gluggafyrirtækjum, Eiler Thomsen Alufacader og Pro-tec.

Raynor bílskúrshurðir eru með bestu fáanlegu bílskúrshurðum á markaðinum í dag og hafa verið seldar á Íslandi í meira en 10 ár með góðum árangri og veitt íslenskum heimilum aukið þægindi og öryggi. Í iðnaðarhurðum býður MEST upp á Richards-Wilcox iðnaðarhurðir sem hafa verið seldar á Íslandi í meira en 7 ár með góðum árangri.

RR0Z1068.jpg
Selásskóli prýðir glæsilegum gluggum frá ProTec

Hannaðu það sem þú hugsar.

MEST býður upp á kerfisveggi frá Maars sem eru einstakir í sinni röð. En metnaður Maars er fólginn í að láta drauma þína um hið fullkomna vinnurými rætast. Gæðin koma þó ekki fram í hækkuðu vöruverði. Í raun gildir einmitt hið gagnstæða því við förum alltaf vel og vandlega yfir málin með okkar viðskiptavinum til að finna hagkvæmustu lausnina. Lykillinn að hámarksárangri í starfi er ánægjulegt vinnuumhverfi þar sem aðstæður eru eins og best verður á kosið, vinnan hjá sérfræðingum Maars og hönnuðum snýst fyrst og fremst um þetta.

Rétt hönnun á lofti skiptir miklu máli. MEST býður upp á kerfisloft frá DAMPA og AMF sem nýtast best í rými þar sem lögð er áhersla á fallega hönnun og heilbrigt andrúmsloft innanhúss og þar sem hljóðdeyfing og réttur hljómburður gegnir lykilhlutverki.

Heildarhugmynd og áreiðanlegar lausnir í stálgrindarhúsum. MEST býður upp á stálgrindarhús frá einum stærsta framleiðanda á stálgrindarhúsum í Evrópu, Astron Building Systems. MEST býður einnig upp á stálgrindarhús frá TRIMO í Slóveníu en TRIMO er þekktur og virtur framleiðandi á stálgrindahúsum og yleiningum í Evrópu. Dæmi um slík hús eru hús MEST við Norðlingabraut. FedEx húsið í Hafnarfirða, ennfremur er Granítsmiðjan að byggja hús frá okkur, auk þróunar- og fasteignafyrirtæki Njála svo dæmi séu tekin.

Handföng eftir Arne Jacobsen
MEST mun hefja sölu og þjónustu á vörum frá fyrirtækinu d line í Danmörku. En d line hefur verið starfrækt síðan 1971 og hefur unnið til margra verðlauna og viðurkenninga fyrir framúrskarandi hönnun og má þar nefna handföng eftir hönnuði eins og Arne Jacobsen, Henning Larsens og Jean Nouvel.

„Við bindum miklar vonir við samstarf okkar við d line, d line hefur á boðstólnum afar skemmtilegt og einstaklega vel hannaða vörulínu sem hlotið hefur mikið lof hjá arkitektum víða um heim,” segir Elvar Bjarki.

Enn fremur býður innréttingardeild MEST gæðavörur eins og Duropal-harðplast, GRASS (skúffubrautir, skápalamir og fylgihluti fyrir innréttingar), Athmer (felliþröskulda og klemmuvörn fyrir hurðir), Planet (felliþröskulda), Elfa (vírgrindur, hilluuppistöður og hillubera ) og margar fleiri lausnir fyrir innréttingar og innréttingasmíði en þó ekki fullbúnar innréttingar.

“Markmið okkar er að vera leiðandi fyrirtæki fyrir fagaðila á byggingamarkaðinum og bjóða upp á framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að framkvæmdum”,

maars_kerfisveggir.JPG
Maars kerfisveggir fullkomnar vinnurýmið.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga