Í logni allan ársins hring
Hus.jpg
Veranda garðskáli og Softub nuddpottur

Jón Bergsson ehf býður upp á garðkúlur- og skála um heita potta og á verandir, til að verjast vindi og veðrum. Einkar hentugt fyrir Íslendinga, segir framkvæmdastjórinn, Jón Arnarson.

Eins og það er indælt að hafa heitan pott í garðinum, þá getur verið býsna erfitt að sitja í honum í þeim umhleypingum sem einkennt hafa veturinn. Og á sólríkum sumardögum andar oft köldu að norðan á suðvesturhorninu og ekki auðvelt að búa sér til skjól.

En hjá Jóni Bergssyni ehf hafa menn séð við þessum annmörkum og hafið innflutning á bæði garðkúlum og garðskálum á brautum. Kúlur þessar og skálar eru með einingum (hurðum) sem renna hver undir aðra – og er því hægt að stilla opið eftir veðri og vindum.

Jón Bergsson ehf var stofnað fyrir 1930 og er eitt af elstu fyrirtækjum landsins til að starfa samfellt til dagsins í dag. Nú er það rekið af feðgunum Jóni Arnarsyni og Erni Jónssyni, stígvél og vinnuskór hafa fyllt fyrirtækinu frá miðri síðustu öld en fyrir átta árum hófu þeir innflutning á heitum pottum og hafa bætt í þá flóru sólskálum og nuddstólum. Meðal nuddpotta sem þeir selja er snjallasti potturinn á markaðnum, “Softub,” sem er aðeins þrjátíu kíló, framleidur úr einangrunarefni, rafkyntur með engum hörðum brúnum, hægt að stinga í samband hvar sem er, fylltur með garðslöngu, hitar upp kalt vatn, auðvelt að frosttæma og varinn gegn óstöðugu rafmagni svo fátt eitt sé nefnt. En það eru garðskálarnir sem hvað forvitnilegastir eru að þessu sinni.

Maður.jpg
Jón Árnason

Morgunsól og kvöldsól
“Við erum að tala um tvær tegundir af skálum,” segir Jón Arnarson. “Annars vegar, Orient garðkúlurnar, hins vegar, Veranda garðskálana. Garðkúlurnar eru samsettar úr tveimur hlutum og rúmlega 1/3 hluti kúlunnar opnast þegar hurðinni er rennt aftur fyrir hinn helming kúlunnar. Báðir hlutar eru á braut og því er hægt að snúa henni í heilan hring. Það er hægt að láta opið snúa á móti morgunsól í upphafi dags en snúa svo síðdegis á móti kvöldsólinni. Svo er líka hægt að nota kúluna til að búa sér til skjól í kringum pottinn.”

Garðskálana og kúlurnar segir Jón framleidda í Tékklandi af fyrirtækinu IPC. “Þetta fyrirtæki hefur verið í fararbroddi síðustu árin í framleiðslu sundlaugaskála, garðkúla og skála yfir verandir. Þeir hafa verið fyrstir með nýjungar eins og garðkúlurnar á braut, sundlaugaskála með kúlulaga enda, lágar flatar gólfbrautir og álprófíla með viðaráferð svo eitthvað sé neft. Framleiðsla IPC er nú þegar boðin í þrjátíu löndum Evrópu, ásamt Asíu og Ameríku. Það eru nútímaleg hönnun og tölvustýrð framleiðsla sem gerir IPC að leiðandi framleiðanda á sínu sviði.”

kúpull2.jpg
Orient garðkúla og Softub nuddpottur

Einingarnar renna hver inn í aðra
Jón segir hvern skála og hverja kúlu framleidda eftir pöntunum og í hvaða stærð sem er. Kúlurnar geta staðið einar og sér úti á lóðinni, en garðskálarnir eru hins vegar festir við þakkant húsa og verönd. Í þeim eru allt að sex færanlegar einingar sem mynda bogalaga þak og veggi skálans. Hver eining rennur undir aðra og því hægt að “fjarlægja” skálann ofan af veröndinni þegar veður er gott en draga hann svo yfir svæðið þegar þörf er á skjóli. Það eykur nýtingu svæðisins að hægt er að renna einingunum í hvora áttina sem er, hvort sem liggja á í sólbaði, fá sér huggulegan morgun- eða kvöldverð – eða bara að grilla.

Skálirnir og kúlurnar eru framleidd úr álprófílum og eru allar skrúfur, hjól og aðrir íhlutir úr ryðfríum efnum sem eykur endingu húsanna. “Hins vegar felur hönnun prófílanna allar festingar og hjól og þess vegna er útlit skálans afar stílhreint,” segir Jón. “Rúðurnar eru Polycarbonate plötur, ýmist tvöfaldar, tíu millimetrar, eða einfaldar, fjórir millimetrar. Þeir eru mjög einfaldir í uppsetningu enda IPC mjög framarlega í tæknilausnum – alveg í sérflokki.”

kúpull1.jpg
Olympic hálfkúla og Marquis nuddpottur

Garðhúsgögnin úti allt árið
Jón segist kúlurnar og skálana stöðugt njóta meiri vinsælda. “Hlutverk garðsins er alltaf að aukast hjá okkur. Þetta er pláss sem við viljum geta nýtt, til dæmis notið samverustunda með fjölskyldu og vinum. Falleg verönd með garðhúsgögnum og heitum potti er orðin hluti af lífstíl okkar. Með opnanlegum garðskála nýtist þessi reitur allt árið um kring, óháð veðri. Þar safnast ekki fyrir snjór og önnur óhreinindi og þeir hlutir sem tilheyra veröndinni halda útliti sínu til langs tíma án þess að þeim sé komið fyrir í geymslu yfir veturinn.”

Skálana er hægt að setja upp hvar sem er, hvort heldur í sumarbústaðnum eða við heimahúsið – ekkert er því til fyrirstöðu að rækta sér lítinn rósagarð inni í þeim, eða vænan blómaskála. Það er því um að gera að drífa sig á Kletthálsinn og panta sér skála – og þá endilega prófa nuddstólinn “Human Touch” í leiðinni.

Stólar.jpg
humanTouch nuddstólarnir fást í 5 gerðum og mörgum litum

Einkanuddari á heimilið
“Þessir stólar koma frá Bandaríkjunum,” segir Jón, “og við höfum selt mjög mikið af þeim. Þeir eru með afar kröftugu og miklu nuddi og taka virkilega vel á manni. Þeir nálgast mannlegt handbragð sjúkraþjálfara og nuddara, hvort sem er til slökunar eða lækninga. Stólnum er ætlað að líkja eftir lækningatækni sem notuð er við bak- og hryggjameðferð sérfræðinga. Stólarnir eru hannaðir til að fylgja eftir náttúrulegu lagi hryggjarins og mýkja stífa og stirða vöðva líkamans. Stólarnir líkja eftir fjórum ólíkum nuddaðferðum sem geta farið vítt og breitt um bakið.”

Skálana er hægt að setja upp hvar sem er, hvort heldur í sumarbústaðnum eða við heimahúsið – ekkert er því til fyrirstöðu að rækta sér lítinn rósagarð inni í þeim, eða vænan blómaskála.

Ekki ónýtt að eiga sinn eigin nuddara sem er til staðar allan sólarhringinn.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Jóns Bergssonar: www.JonBergsson.is

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga