Greinasafni: List
Heimur konunnar
RR0Z0903.jpg
Sigurður Örlygsson. Myndir Ingó

Sigurður Örlygsson sýnir í Listasfni ASÍ

Um konu er heitið á sýningu sem Sigurður Örlygsson opnaði í Listasafni ASÍ síðastliðinn laugardag. Sýningin er þrískipt og fjallar hún um ýmsa atburði í lífi konu: Í Ásmundarsal eru sjö stór olíumálverk sem sýna ýmsa kafla úr þroskaskeiði konu. Í arinstofu eru akrýlmyndir úr myndaflokki sem Sigurður kallar Konuskrifborðið. Einnig er þar ein höggmynd sem tengist þeim myndaflokki. Í gryfjunni eru tvær ljósmyndir, Móðurást og Stúlkurnar í turninum. Einnig er þar höggmyndin Timburturninn sem tengist ljósmyndunum.

RR0Z0912.jpgSýninguna segir Sigurður bara fjalla almennt um konuna, líffræðilegar staðreyndir í hennar lífi frá móðurkviði til dauða og það er ýmislegt þar á milli.

Á sýningunni eru alls tuttugu og eitt verk, aðallega málverk ein einnig tveir skúlptúrar og tvær ljósmyndir – mjög stórar. Þegar Sigurður er spurður hvort þetta séu myndir af konu, segir hann: „Nei, þetta er nú aðallega bossinn á konunni. Ég er svo feiminn við að sjá framhlið á konu, en svo er ég líka með táknmyndir um konur, allt haáfígúratív verk.

Vísanir í aðra listamenn
Það eru ýmsar nýjungar þeim verkums em Sigurður sýnir að þessu sinni í Listasafni ASÍ. Meðal þess sem má greina í verkum hans eru vísanir í aðra listamenn. „Ég hef aldrei síterað í aðra listamenn en geri það núna,“ segir Sigurður og bætir við: „Ég hef alltaf forðast að vera með vísanir í aðra listamenn – en hef alltaf verið að glápa á listaverkabækur. Allt í einu fann ég þörf fyrir að heiðra listamenn sem ég held mikið upp á, tveir þeirra eru íslenskir, tveir erlendir.“ Og íslensku listamennirnir tveir sem Sigurður síterar í í verkum sínum að þessu sinni, eru RR0Z0915.jpgRögnvaldur Ólafsson og Nína Sæmundsdóttir.
Önnur nýjung eru skúlptúrverk, en þau hefur Sigurður ekki unnið áður. „Annað verkið heitir Timburturninn og er í raun og veru eftirlíking af Rögnvaldi Ólafssyni og þar sem ég verð stundum timbraður hefur þessi turn margvíslega skírskotun, getur verið yfirsýn, eða phallusform og hvað eina sem er. Ég vinn þennan skúlptúr í tré og pappír. Þar sem ég er enginn skúlptúristi, smíða hann. Ég hef mjög gaman af því að smíða hluti og einhvern veginn eru allar mínar myndir smíðaðar upp. Skúlptúrana byggi ég báða eins og smiður. Þar eru margvíslegar skírskotanir. Hinn er byggður á Móður Jörð, norskum einingahúsum og snyrtiborði konu.

Heimatilbúinn symbolismi
Ljósmyndir hefur Sigurður ekki sýnt áður, þótt hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun. „Þetta er ljósmyndir af skúlptúr Nínu Sæm. Fyrir aftan hann er turninn sem er með kókauglýsingum á. Ég kalla þetta Móðurást og Stúlkurnar í Turninum. Þetta er ákveðin vísun í Síbelíus og meira að segja Jónas Hallgrímsson. Þetta er svona heimatilbúinn symbolismi hjá mér. 

Sýning Sigurðar stendur til 30. mars. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og er aðgangur ókeypis.

„Ég hef alltaf forðast að vera með vísanir í aðra listamenn – en hef alltaf verið að glápa á listaverkabækur. Allt í einu fann ég þörf fyrir að heiðra listamenn sem ég held mikið upp á, tveir þeirra eru íslenskir, tveir erlendir.“


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga