Smáhýsaleiga á Bæ

Bær á Selströnd er ferðaþjónustubær á miðjum Ströndum, stutt í þjónustu og enn styttra í ósnortna náttúru Vestfjarða. Á Bæ er boðið upp á gistingu í tveim smáhýsum sem hýsa fimm manns hvort. Í húsunum er sturta, eldunaraðstaða og ísskápur. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat í matsal í aðalhúsi, aðstoð við að panta skoðunarferðir, auk upplýsinga um viðburði og gönguleiðir.

Gamla póstleiðin frá Bæ að Kaldrananesi var fyrrum fjölfarin og vel vörðuð og hafa vörðurnar nú verið endurbættar og gönguleiðin merkt beggja vegna með rekaviðarskiltum. Er þar notað gamalt vinnulag Strandamanna þegar girðingarstaurar voru settir niður á klapparholt eða í sandi. Hægt er að velja um að ganga frá Kaldrananesi að Bæ, eða öfugt, en göngumönnum er þá ráðlagt að gera ráðstafanir til að nálgast ökutækið áður en lagt er upp. Auðvitað er líka hægt að ganga í hring með því að fylgja veginum aðra leiðina. Gengið er frá Bæ, upp svonefnt Berg. Þegar því sleppir er genginn Kjölur. Brátt blasa við Bæjarvötn á vinstri hönd og norðan Skammár eru gengnar Bringur. Þá er komið í Bæjarskarð en þaðan sést að Kaldrananesi.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga