Sundhaninn á Drangsnesi – nýtt gistihús risið

Á Drangsnesi er ferðaþjónustufyrirtækið Sundhani sem bæði rekur gistiheimili og býður upp á bátsferðir og sjóstangveiði. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásbirni Magnússyni og Valgerði Magnúsdóttur. En Ásbjörn er enginn nýgræðingur á sjónum, þótt árin í ferðaþjónustunni séu ekki mör
„Ég er nú búinn að standa í útgerð í þrjátíu ár,“ segir hann, „en byrjaðifyrst á farþegaflutningum árið 1998 þegar ég sigldi með fólk frá Norðurfirði í Reykjarfjörð. Þá tók Reimar við þessum ferðum á Sædísinni. Síðastliðin tvö ár hef ég verið með áætlunarferðir hér út í Grímsey á Steingrímsfirði, auk þess sem við hjónin rekum gistiheimilið Sundhana.“ En það eru ekki bara fuglarnir í Grímsey sem Ásbjörn býður fólki að skoða. Hann býður upp á bæði sjóstangaveiði og hvalaskoðun. Hann segir dálítið mikinn hval hafa verið í Steingrímsfirði upp á síðkastið - en því miður sé ferðamannatímabilið ekki hafið. 

„Við erum líka að reyna að opna hér upplýsinga- og þjónustumiðstöð með veitingaaðstöðu en nú er ekki útséð með hvort við komum henni í gagnið fyrir sumarið. Það fer eftir því hvort við náum í mannskap. Það er ekki nokkur leið að fá iðnaðarmenn í dag.“ Þegar Ásbjörn er spurður hvað sé svona spennandi við Grímsey, segir hann það vera fuglalífið. „Eins og er, er bannað að fara út í eyjuna vegna æðavarpsins. En það breytist. Svo er það lundinn, skarfurinn, álkan og teistan. Í Grímsey er talið vera mesta lundavarp í einni eyju í heiminum. Varpið í fyrra var mjög fínt, en maður veit aldrei hvernig það kemur undan vetri.“ Það er ekki langt síðan Ásbjörn hóf starfsemi sína í Drangsnesi og segir hann aðsóknina ekki hafa verið mikla í fyrra. 

„Það var svo leiðinleg tíð, þannig að það var varla nokkurn tímann sjóveður. Það hefur líka vantað dálítið þjónustu hér í landi til að fá fólk til að stoppa hér á Drangsnesi. En nú er komin sundlaug og fyrir utan gistinguna hjá okkur er hér gott tjaldsvæði og einnig boðið upp á gistingu hjá Gistiþjónustu Sunnu og á Bæ hér fyrir utan Drangsnes.“ Ásgeir hyggst bjóða upp á áætlunarferðir með leiðsögn tvisvar í viku, á sunnudögum og fimmtudögum klukkan 14.00. 

„En svo er ég alltaf tilbúinn að fara út í eyju fyrir vissa lágmarksupphæð. Sjóstöngina býð ég upp á til gamans í ferðunum - en svo er líka hægt að fá bátinn í sérstakar sjóstangaferðir. Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi hafa látið hendur standa fram úr ermum síðustu vikur og reist nýtt gistihús á Drangsnesi. Nýja húsið stendur rétt utan við klettinn Kerlingu sem þorpið er kennt við og þar með rétt við nýju sundlaugina á Drangsnesi. Húsið er að verða tilbúið til notkunar, en í því eru rúm fyrir 8 gesti í fjórum herbergjum. Ásbjörn og Valgerður kona hans voru einnig með gistingu á Drangsnesi síðasta sumar í leiguhúsnæði. Netfangið hjá þeim er sundhani@simnet.is og síminn 451 3238 eða 852 2538.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga