Ferðaþjónar á Ströndum

 Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er opin frá klukkan 08.00-17.00 frá 1. júní til 31. ágúst. Fyrirspurnum er svarað í gegnum síma og tölvupóst allan veturinn. Netfangið er info@holmavik.is og veffangið www.holmavik.is/info

Á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík er margvísleg þjónusta. Þar er að finna gríðarlega mikið úrval bæklinga alls staðar að af landinu og upplýsingar um alla skapaði hluti sem menn fýsir að vita. Hægt er að kaupa póstkort og frímerki, einnig að setjast niður og fá sér kaffibolla eða kíkja á tölvupóstinn. Handverkssala Strandakúnstar er líka í miðstöðinni. Þar er margvíslegt handverk heimamanna sem gaman er að skoða. Upplýsingamiðstöðin er í raun hugsuð sem alhliða þjónustuhús fyrir ferðamenn af öllu tagi. Miðstöðin sér einnig um tjaldsvæði Hólmavíkur sem er rétt hjá. Sundlaug Hólmvíkinga er einnig í nokkurra skrefa fjarlægð frá miðstöðinni.

Veitingaskálinn Brú í Hrútafirði. Veitingastaður, sjoppa og bensínsjálfsali. Hraðbanki. Opið frá 08.00 til 23.30 frá 1. júní - 31. ágúst. Sími 451 112 
Gistihúsið Brú, Hrútafirði. Svefnpokapláss og uppbúin rúm. Sameiginleg borðstofa, eldunaraðstaða, setustofa og baðherbergi. Opið allt árið. Símar 451 1122 og 451 1150. 
Tangahúsið á Borðeyri. Gistihús. Svefnpokapláss, sængurföt ef óskað er, eldunaraðstaða, þvottavél og þurrkari, setustofa. Góð aðstaða fyrir fuglaskoðun. Sturtur og hjólageymsla, góðar gönguleiðir í nágrenninu. Opið allt árið. Símar 451 0011, 849 9852 og 849 7891. 
Tjaldsvæðið á Borðeyri. Friðsælt tjaldsvæði. Salernisaðstaða, heitt og kalt vatn. Aðgangur að sturtu. Opið yfir sumarið. Símar 451 1131 og 847 2658. 
Kaffistofan Lækjargarður, Borðeyri. Veitingastaður, kaffihús með vínveitingaleyfi. Opið frá 10.00-18.00 virka daga, 10.00-20.00 um helgar. Símar 451 1131 og 847 2658. 
SG-verkstæði Borðeyri. Alhliða bíla- og dekkjaverkstæði. Opið 08.00-18.30 virka daga. Símar 451 1145, 853 2405 og 893 2405. 
Snartartunga, Bitrufirði, ferðaþjónusta bænda. Gisting í séríbúðum, uppbúin rúm og svefnpokapláss. Morgunverður, eldunaraðstaða og möguleiki á öðrum veitingum ef pantað er fyrirfram. Opið 1. júní - 15. desember. Sími 451 3362. 
Ferðaþjónustan Kirkjuból við Steingrímsfjörð. Gistihús við þjóðveginn. Uppbúin rúm og svefnpokapláss, sameiginlegar setustofur og eldunaraðstaða, morgunverður í boði. Opið allt árið. Símar 451 3474 og 593 3473. 
Söluskáli KSH. Höfðatúni, Hólmavík. Opið alla daga frá 9.00-23.30 á tímabilinu júní-ágúst. Sími 455 3107. 
Sauðfjársetur í Sævangi við Steingrímsfjörð. Safn um sauðfjárbúskap fyrr og nú. Kaffistofa með heimilislegum veitingum, handverksbúð og heimalningar. Fjölmargar skemmtanir yfir sumarið. Opið alla daga frá 10.00-18.00 frá 1. júní - 31. ágúst. Sími 451 3324. 
Skeljavíkurvöllur við Hólmavík. Níu holu golfvöllur. Selt er á völlinn í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík. Sími 451 3111. 
Tjaldsvæðið á Hólmavík. Snyrtilegt, skjólgott og afar rúmgott tjaldsvæði rétt við sundlaugina. Snyrtiaðstaða á svæðinu og í félagsheimilinu. Þvottavél, þurrkari, nettenging, eldunaraðstaða, snyrtingar, geymsla fyrir bakpoka og margvísleg önnur þjónusta. Sími 451 3111. 
Sundlaugin á Hólmavík. 25 metra útilaug, tveir heitir pottar og buslulaug, gufubað, líkamsrækt og íþróttahús. Opnunartími 1. júní - 31. ágúst er frá 09.00-21.00 virka daga og 10.00-18.00 um helgar. Sími 451 3560. 
Galdrasýning á Ströndum. Galdrasafnið á Hólmavík. Stórglæsileg og landsþekkt sögusýning um galdra og galdramenn. Minjagripabúð með galdragripum. Opið daglega frá 10.00-18.00 frá 1. júní - 15. september. Sími 451-3525 
Café Riis, Hólmavík. Glæsilegur veitingastaður í elsta húsi Hólmavíkur, fjölbreyttur matseðill, vínveitingar. List- og myndasýningar eru uppi og oft er lifandi tónlist um helgar. Opið virka daga yfir sumarið frá 11.30-23.30 og um helgar til 03.00. Sími 451 3567. 
Gistiheimilið Borgarbraut, Hólmavík. Heimagisting, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Einnig leigir Gistiheimilið út sumarhúsið Brekkusel, 49 fm. Sumarhús sem er staðsett rétt utan við Hólmavík. Opið allt árið. Sími 451 3136. 
Vélsmiðjan Vík, Hólmavík. Dekkjaog bílaviðgerðir. Smurstöð. Símar 451 3131, 853 6331 og 893 6331. 
Ferðaþjónustan Kópnesbraut, Hólmavík. Heimagisting, uppbúin rúm og svefnpokapláss. Morgunverður og eldunaraðstaða. Opið allt árið. Símar 451 3117 og 892 3517. 
Dekkjaþjónusta Danna, Hólmavík. Dekkja- og bílaviðgerðir. Kranaþjónusta. Símar 451 2717 og 869 6741. 
Svaðilfarir – hestaferðir, Laugalandi við Djúp. Níu daga hestaferðir með leiðsögn um óbyggðir kringum Drangajökul þrisvar sinnum yfir sumarið. Ekki fyrir óvana og hrædda. Símar 456 4858 og 854 4859. Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi. Gisting, stórt og rúmgott herbergi á jarðhæð með uppbúnum rúmum, séreldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Opið allt árið. Sími 451 3230. 
Gistiþjónusta Sundhana, Drangsnesi. Uppbúin rúm og svefnpokapláss. Opið allt árið. Símar 451 3238 og 852 2538. 
Tjaldsvæðið á Drangsnesi. Skjólgott tjaldsvæði við samkomuhúsið Baldur. Salernisaðstaða og sturtur inni í samkomuhúsinu. Sími 451 3277. 
Sundlaugin á Drangsnesi. Útisundlaug, heitur pottur, gufubað og buslulaug. Sími 451 3201. 
Sundhani STl-3 á Drangsnesi. Bátsferðir um Húnaflóa og áætlunarferðir út í Grímsey, perlu Steingrímsfjarðar. Aðrar ferðir eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði ef óskað er. Símar 451 3238 og 852 2538. 
Bær á Selströnd. Staðsett þrjá km norður af Drangsnesi. Gisting í tveimur smáhýsum sem hýsa fimm manns hvort um sig. Morgunmatur, kvöldmatur, eldunaraðstaða í húsunum, ásamt ísskápi og sturtu. Merktar gönguleiðir. Opið allt árið. Sími 453 6999. 
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði. Allar veitingar, góð gisting. Herbergi með eða án baðs – uppbúin rúm, svefnpokapláss. Rétt við hótelið er sundlaug og tjaldsvæði. Opið allt árið. Sími 451 3380. 
Gvendarlaug hins góða, Klúku, Bjarnarfirði. 25 metra útisundlaug. Náttúrulegur heitur pottur. Opin frá 08.00-22.00 allt árið. 
Kotbýli Kuklarans, Klúku, Bjarnarfirði. Annar hluti Galdrasýningar á Ströndum. Sýning um búandkarlakukl og galdramenn á 17. öld. Húsakosturinn er torfbær sem gefur raunsanna mynd af því hvernig alþýðufólk á 17. öld bjó. Minjagripaverslun. Opin frá klukkan 10.00-18.00, frá 15. júní - 15. ágúst og 12.00-18.00 frá 16. ágúst - 1. september. Sími 451 3524. 
Hótel Djúpavík. Allar veitingar, gisting á hótelinu í uppbúnum rúmum eða svefnpokagisting. Listsýningar, kajakleiga, bátaleiga og leiðsögn um gömlu síldarverksmiðjuna. Dekkjaviðgerðir. Einnig er til leigu sumarhúsið Álfasteinn í Djúpavík. Opið allt árið. Sími 451 4037. 
Sögusýning Djúpavíkur. Sími 451 4035. Opin eftir samkomulagi við umsjónarmenn á Hótel Djúpavík. Dekkjaviðgerðir Litlu-Ávík. Símar 451 4029 og 855 2129. 
Finnbogastaðaskóli, Trékyllisvík. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, sturtur og tjaldsvæði. Opið yfir sumartímann. Símar 451 4026 og 451 4012 
Minja- og handverkshúsið Kört, Árnesi, Trékyllisvík. Minjasafn og handverksbúð. Gamlir munir úr héraðinu á minjasýningu og handverk til sölu, m.a. unnið úr rekaviði. Einnig er upplýsingaþjónusta á staðnum. Opið alla daga yfir sumartímann. Sími 451 4025. 
Valgeirsstaðir í Norðurfirði. Skáli Ferðafélags Íslands. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Opið yfir sumartímann. Sími 568 4017 
Gistiheimili Norðurfjarðar. Uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun á staðnum. Opið allt árið. Sími 554 4089. 
Gistiheimilið Bergistanga, Norðurfirði. Svefnpokagisting í rúmum, eldunaraðstaða, verslun á staðnum, góðar gönguleiðir. Opið allt árið. Símar 451 4003, 451 4060 og 451 4001. 
Krossneslaug í Norðurfirði er opin frá 08.00-22.00 alla daga. Engin gæsla. Ferðaþjónusta í Ófeigsfirði. Tjaldsvæði með salernum og rennandi vatni. Skemmtilegar gönguleiðir, trússbátur. Opið yfir sumarið. Sími 852 4341. 
Sædís ÍS – bátsferðir. Siglingar, trússbátur og farþegaflutningar frá Norðurfirði til fjölmargra staða á Hornströndum. Áætlunarferðir á tímabilinu 25. júní - 15. ágúst eru miðvikudaga frá Norðurfirði í Reykjarfjörð nyrðri og til baka, á mánudögum og föstudögum frá Norðurfirði í Hornvík og til baka. Lagt er af stað frá Norðurfirði klukkan 10.30. Viðkomustaðir eftir því sem við á: Drangar, Reykjarfjörður nyrðri, Bolungarvík, Látravík. Panta þarf far. Fleiri ferðir eftir samkomulagi. Símar 852 9367, 852 8267 og 893 6926.
Ferðaþjónustan í Reykjarfirði. Svefnpokapláss, stórt gistihús fyrir 22, tvö sumarhús fyrir 3-5, tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu, sundlaug og flugvöllur. Símar 456 7215 og 853 1615. 
Ferðaþjónustan Mávaberg, Bolungarvík á Hornströndum. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, þvottavél, sími, veitingar eftir samkomulagi, trússbátur, siglingar frá ýmsum stöðum á Hornströndum. Tjaldsvæði. Símar 456 7192, 852 8267 og 893 6926. 
Hornbjargsviti, Látravík á Hornströndum. Svefnpokagisting í íbúðarhúsi við vitann í Látravík, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Sturtur. Símar 566 6752, 892 5219 og 852 5219.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga