Gvendur góði og skessan

Sagan segir að tröllskessa ein er byggð átti í Skreflufjalli hafi haft ímugust á bóndanum í Kolbeinsvík, fyrir hvað bær hans stóð nærri híbýlum hennar. Leitaði hún margra bragða til að hrekja hann burt og vildi helst fyrirkoma honum og öllu hans hyski. Nótt eina varð því tiltæki hennar að hún settist á fjallseggjarnar fyrir ofan bæinn og sparkaði fram vænni sneið af fjallinu. 

Gvendarbrunnur í Kálfanesi, 
einn af fjölmörgum lindum sem Guðmundur góði 
vígði á Ströndum. Ljósmynd: Sögusmiðjan

Hugmyndin var sú að enginn sem fyrir skriðunni yrði þyrfti framar um sárt að binda. Kerla varaði sig hins vegar ekki á því að þessa sömu nótt gisti Guðmundur biskup hinn góði í Kolbeinsvík. Hann vaknaði skjótt við skruðningana í grjóthruninu, vatt sér í snatri fram úr og sá hvar fjallshlíðin skreið fram. Biskupinn hljóp út úr bænum og áttaði sig strax á hvers kyns væri, að þessu myndi óvættur valda. Hann breiddi út faðminn móti hrapandi fjallinu og hrópaði: „Hjálpa þú nú Drottinn, eigi má veslingur minn.“ Á sömu stundu og biskup mælti þessi orð stöðvaðist grjóthrunið þar sem það nú er og hefur eigi hreyfst. Gvendur góði og skessan


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga