Gengið á eyjar með ábúendum

Loftmynd af Skáleyjum.

Björn Samúelsson býður upp á siglingar.
Siglt er frá landi tíu kílómetra fyrir utan Reykhóla, sem kallast Staður á Reykjanesi, og siglum aðallega út í Skáleyjar og Flatey,“ segir Björn, „Við förum þrisvar sinnum í viku í þessar ferðir, á miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum.“ 
Boðið er upp á að fara í land á eyjunum. „Í Skáleyjum er gengið um og eyjan skoðuð með leiðsögn. Í Flatey göngum við svo um gamla þorpið og er skoðað hvernig fortíðin leit út fyrir 50-60 árum og kynnumst henni þar með. Svo er hægt að setjast inn á veitingahús sem er nýuppgert og er algerlega frábært. Einnig er hægt að hafa viðkomu í Hvallátum, sem eru eyjar á milli Skáleyja og Flateyjar.“ Báturinn sem siglt er á tekur allt að 19 farþega.

Björn Samúelsson ásamt 200. 
farþeganum sumarið 2006 
en hún heitir Aðalbjörg Egilsdóttir.


Björn segir að þessi ferð sé einnig fugla og náttúruskoðun, sem og söguleg skoðun. „Við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum og hefur fjöldi gesta á hverju sumri farið stigvaxandi og er þetta að verða mjög vinsælt meðal ferðamanna.“ Björn er byrjaður að þróa aðra gerð af ferðum sem hann hyggst bjóða upp á í suma fyri smærri hópa „ Við byrjuðum í fyrra að bjóða upp á kvöldsiglingar út í Flatey þar sem var svo farið og snætt á hótelinu þar og mældist það vel fyrir. Í sumar munum við svo þróa þetta betur. “Eftir ferðina er komið í land á sama stað og ferðin hófst.

Fólk á Náttmálahól í Skáley.

Björn mun byrja að bjóða upp á þessar siglingar 2. júní og verða þær í boði fram í september. Ferðin tekur 3-4 tíma eftir því hvað er stoppað lengi í hverri eyju og hversu margar eyjar er farið í. Grunnferðin, sem er ferð út í Skáleyjar, kostar 4.500 krónur og er inni í því falið gönguferð um eyjarnar með leiðsögn ábúenda og skoðun um dúnhreinsunarstöðina.

Íbúðarhús á Skálaeyjum.

Aukagjald er tekið fyrir að fara út í Flatey og Hvallátur. Lagt er af stað klukkan 17:00 á miðvikudögum en 16:00 á laugardögum og sunnudögum. Það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara sem ferðast um Vestfirði, enda frábær leið til að njóta alls þess sem Breiðafjörðurinn býður upp á. 

Hrólfsklettur við Skáley.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga