Með Suður-Evrópsku ívafi

Í byrjun maí hófst sumartímabilið á Hótel Bjarkalundi og er Árni Sigurpálsson hótelstjóri bjartsýnn á sumarið.

Í Berufirði er að finna sumarhótelið Hótal Bjarkalund. Þar eru ellefu tveggja manna herbergi í boði með handlaug og eru svo sameiginleg baðherbergi. Bæði er hægt að bóka herbergin sem uppábúin eða svefnpokapláss, en með því síðarnefnda er ekki innifalinn morgunverður. 

Mynd af Hótel Bjarkalundi.

Nýlega tóku nýjir eigendur við hótelrekstrinum og er Árni Sigurpálsson hótelstjóri einn af þeim. Byrjað var á að gera upp anddyri, sal og eldhús. Einnig var komið í gagnið nýjum bar með mikla reynslu. Aðstaða fyrir gesti og starfsfólk var einnig bætt til muna. Útisvæði hótelsins var ekki skilið útundan og var bætt þjónustan við tjaldleigu, fellhýsi og hjólhýsi með því að koma upp þjónustuhúsi með salernum og sturtum. 

Ítalskt eldhús í bland 
Frábær matur er í boði á hótelinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við verðum með ítalskan kokk hérna í sumar og verðum því með ítalskan mat til viðbótar við það sem hefur áður verið boðið upp á.“ Segir Árni. Skammt frá tjaldstæðinu er nýlega búið að koma upp smáskálum, svokölluðum hyttum. „Þetta eru tuttugu fermetra hús og er helmingurinn af þeim kominn og tilbúin til notkunar. Restin mun svo komast í gagnið mjög fljótlega.“ segir Árni. „ Í þessum hyttum er eldunaraðstaða, klósett og svefnaðstaða fyrir fjóra. Gestir í þeim munu svo komast í sturtu í þjónustuskálanum hjá tjaldstæðinu.“ Árni bætir við að verið sé að betrumbæta tjaldstæðið þannig að rafmagn verði til staðar fyrir alla bíla. Í anddyrinu hefur verið komið upp smávöruverslun og sjoppu þar sem hægt er að fá helstu nauðsynjavörur. Einnig eru eldsneytistankar á staðnum. Frá hótelinu er gott að aka vestur strandir eða fara upp til Ísafjarðar með því að keyra yfir Þorskafjarðarheiði. Einnig er stutt í Reykhóla þar sem hægt er að komast í heilsugæslu og sundlaug auk þess sem skemmtilegt er að kíkja á Hlunnindasýninguna sem er í gangi þar yfir sumartímann. 

Veitingasalur í Hótel Bjarkalundi.

Dansleikur á Jónsmessu 
Skammt frá Berufjarðarvatn. Líklegt er að hægt verði að veiða þar sumarið 2007 en þar er góður silungastofn búinn að vera að vaxa síðustu ár. Þar er líka hægt að stunda vatnasport í samráði við staðarhaldara og er hægt að leigja gúmmíbát. Auk þess eru fallegar gönguleiðir nálægt hótelinu og ber þá sérstaklega að nefna Vaðalfjallaleið, en á toppnum er hægt að rita í gestabók. „Það er komið bundið slitlag á alla vegi frá Reykjavík í Bjarkalund og eru einungis um 217 kílómetrar frá Höfðabakkabrúnni yfir í Bjarkalund“ upplýsir Árni og ætti því að vera leikur einn að komast að hótelinu. 
Hann er einnig með margt í bígerð fyrir sumarið. „Við byrjum á því að vera með dansleik á Jónsmessunni og þá mætir hljómsveit og verður farið í einhverja leiki og kveikt í brennu. Það er hefð í sveitinni að það sé alltaf Jónsmessuhátíð,“ segir Árni og bætir við, „við munum líka taka verslunarmannahelgina með trompi og ætti fólk að fylgjast með því.“ Uppabúið rúm fyrir einn kostar 5.300 krónur nóttin en fyrir tvo kostar nóttin 7.500 krónur í uppábúnu herbergi. Í svefnpokagistingu kostar nóttin 5.000 krónur. Stæði fyrir tjald kostar 1.000 krónur á sólarhringinn en stæði fyrir fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla kostar 1.200 krónur á sólarhring. Þriðji hver sólarhringur er þó frír. Rafmagn í sólarhring kostar 300 krónur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga