Kyrrð, tímaleysi og hvíld

Þrjú pakkhús voru nýlega gerð upp í Flatey og þjóna nú sem fallegt hótel.


 Mynd af plássinu í Flatey.

Hótel Flatey samanstendur af pakkhúsunum þremur á Flatey, Eyjólfspakkhús, Samkomuhúsið og Stóra- Pakkhús, sem voru byggð á árunum 1860-1918. Unnið hefur verið að því seinustu ár að gera þau upp og innrétta þau þannig þau geti þjónað sem hótel. Í samkomuhúsinu er matsalur sem einnig er starfrækt sem veitingahús og tekur 60 manns. Þar er hægt að fá hádegismat, síðdegiskaffi og kvöldverð. Í Eyjólfspakkhúsi og Stórapakkhúsi er gistiaðstaða, eða 13 herbergi, 1 til 3ja manna. 
Í Stórapakkhúsi er einnig bar í kjallaranum. Í sumar mun verða margt um að vera á hótelinu. Reglulega yfir sumarið munu gestakokkar heimsækja hótelið og elda fyrir gesti. Ber þar að negna Chia nálastungulækni, sem mun sjá um kínverskt hlaðborð þann 9. júní, og síðustu helgina í júlí mun Karl Gunnarsson líffræðingur úr Vertshúsi vera með þangtilraunir. Trúbadúrar munu þá einnig skemmta við og við yfir sumarið. 
Í Samkomuhúsinu verður slegið upp balli þann 9. júní og á því munu Lárus Grímsson og Ingólfur Steinsson leika fyrir dansi. Þeir sem vilja gera eitthvað nýtt um verlsunarmannahelgina geta farið til Flateyjar en á föstudeginum munu Tómas R. Einarsson og félagar spila af sinni alkunnu snilld og á laugardeginum verður ball með Spöðunum. Síðustu vikuna í águst verðu heilsuvika á Hótel Flatey og eru einkunnarorð vikunnar: kyrrð, tímaleysi og hvíld. 
Gott er að hlaða batteríin fyrir veturinn og sækja uppbyggjandi fyrirlestra um heilsu, mataræði og fleira, kíkja í nudd, hugleiðslu, gönguferðir, bókalestur og kyrrðarstundir ásamt því að nærast á hollu fæði. Það er gott að vera í Flatey og ef fólk sækist eftir því að komast í rólegt og fallegt umhverfi þá er Flatey rétti staðurinn til að sækja heim. Í boði eru 7 tveggja manna herbergi, 1 þriggja rúma fjölskylduherbergi, svítur og 2 eins manns herbergi. Eins manns herbergi kostar 13.000 krónur, tveggja manna herbergi 15.200 krónur og fjölskylduherbergið og svítur 16.800-18.700 krónur. Morgunmatur og fuglasöngur eru innfalin í verðinu.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga