Flókalundur, hótelið með sálina
 Á sunnanverðum Vestfjörðum er Vatnsfjörður þar sem hótel er starfrækt á sumrin. Steinunn E. Hjartardóttir er ein af eigendunum fjórum.

Á hótelinu eru fimmtán tveggja manna herbergi sem eru öll uppábúin og með sérbaðherbergi. Herbergin er einnig hægt að fá sem eins manns og er eitt herbergjanna með hjólastólaaðgengi. Gestir hafa svo aðgang að setustofu með sjónvarpi. Á hótelinu er einnig veitingasalur. Þar er boðið upp á morgunverð frá klukkan 8:00 á morgnanna. Í hádeginu er svo hægt að fá rétt dagsins, sem er svona venjulegur heimilismatur, á góðu verði.
Flókalundur.
Einnig er hægt að velja sér mat af smáréttamatseðli eins og hamborgara og pizzur, kökur og brauð allan daginn og svo eitthvað fínna af sérréttarseðli á kvöldin eftir kl. 18:00 en veitingasalurinn er öllum opinn frá 8:00-23:00, bæði gestum á hótelinu og þeim sem eiga leið hérna um. Á hótelinu er ennfremur hægt að komast í smáverlsun og bensín. Þar er einnig sjoppa eða söluskáli þar sem hægt er að fá allar nauðsynjar í ferðalagið, mjólkurvöru, brauð og eitthvað á grillið. Þetta er allt opið frá átta á morgnana til hálftólf á kvöldin Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði, sem er mjög fínt og með allri þjónustu. 

Þar er góð aðstaða fyrir allar gerðir tjalda og fellihýsa og allt þar á milli. Hægt er að komast í rafmagn og þjónustuhús eru á svæðinu með salerni, heitu og köldu vatni, sturtum og aðstöðu til að vaska upp inni. Svo er hægt að fá þvottinn þveginn á hótelinu gegn gjaldi. Eigendur Hótelsins hafa rekið staðinn frá því haustið 1999 en hótel hefur verið í Flókalundi frá 1966. Það er því mikil sál í húsinu þótt það hafi auðvitað verið gert upp og viðhaldið vel reglulega.

Margt skemmtilegt er hægt að gera í Flókalundi. Staðurinn er á krossgötum og það er stutt á marga af fallegustu stöðum Vestfjarða eins og Látrabjarg, Rauðasand og Selárdal. Það er líka stutt út í Flatey og algengt að fólk geymi bílinn sinn á Brjánslæk sem er rétt hjá og eyði síðan tímanum á milli ferða hjá Baldri úti í eynni. Boðið er upp á fjórhólaferðir með leiðsögn um gömlu leiðina yfir Þingmannaheiði. Það er hægt að kaupa veiðileyfi í Vatnsdalsvatn og í fjörunni rétt hjá hótelinu er heitur náttúrupottur þar er gott að slaka á eftir skemmtilegan dag. Einnig er hægt að komast í sund og heita potta í Orlofsbyggð Alþýðusambandsins sem er hérna rétt hjá hótelinu. Það þarf því engum að leiðast í Vatnsfirðinum. 
 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga