Skápadalur
Skipið í Skápadal

Vestan Ósafjarðar er Skápadalur, dálítið undirlendi sem liggur milli Skápadalsfjalls og Skápadalsmúla. Gengið er út af veginum þar sem stálskipið Garðar liggur í fjörukambinum. Í dag þjónar skipið hlutverki sumarbústaðar. Dalurinn sjálfur er girtur af með bröttum hlíðum og hömrum. Um hann falla ár í fossum niður þröng gil og gljúfur, m.a. Skápa-dalsá sem rennur niður Skápadalsgljúfur undir veginn og út í sjó. Skemmtilegt er að ganga stuttar leiðir um gilin og skoða fossana.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga