Flugvélar og víkingaskip

Egill Ólafsson er heimamaður sem kom upp minjasafni á Hnjóti í Örlygshöfn.


Flugvél sem var í eigu bandaríska hersins í Keflavík.

Á minjasafninu er margt að sjá. Þar eru minnismerki um sjómenn sem hafa farist við Látrabjarg, gömul atvinnutæki til notkunnar við búskap og sjósókn, bátar, víkingaskip, flugvélar og margt fleira. Aðalsýningagripirnir eru verkfæri, búsáhöld, veiðarfæri og þess háttar, enda er það aðalsmerki byggðasafna. Hjá gripunum eru teikningar og útskýringar á notkun verkfæranna. 


Vikingaskip í eigu safnsins

Innandyra er stærsti safngripurinn árabátur með rá og reiða en það er ekki eini báturinn því utandyra eru tveir bátar og eftirlíking af víkingaskipi sem var gerður fyrir landnámshátíðina 1974. Annar af bátunum tveimur er svo elsti gufuknúni fiskibátur á Íslandi. Egill hefur líka verið að koma upp myndarlegu flugminjasafni með minjasafninu. Á flugminjasafninu, sem er á sama stað og minjasafnið, er að finna fyrsta flugskýli landsins, sem og fleiri flugskýli, en sum þessara flugskýla eru gömul stýrishús af fiskibátum. Í þeim er líka að finna fjarskiptatæki frá sama tíma og skýlin. 

Á flugminjasafninu er líka hægt að berja augum gamla rússneska tvíþekju og flugvél frá Bandaríska hernum. Safnið er opið frá byrjun júní fram í september og er hægt að fá leiðsögn um safnið ef óskað er. Þar er gott aðgengi fyrir fatlaða á neðri hæð. Einnig er hægt að komast í kaffisölu og minjagripaverslun.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga