Vesturferðir. Ferðir um allan Vestfjarðarkjálkann.

Vesturferðir eru eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtækið á landsbyggðinni. Það býður, meðal annars, upp á bátsferðir, rútuferðir, gönguferðir, hjólreiðaferðir, ljósmyndaferðir - og allt sem þeim ferðum tilheyrir.

Vesturferðir er eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem býður upp á ferðir um alla Vestfirði allt árið um kring. Vesturferðir bjóða upp á gönguferðir, bátsferðir, kajakferðir, og margt fleira, þar sem hægt er að njóta ægifagurrar náttúrunnar og kynnast menningu og sögu svæðisins. Meðal þekktustu ferða Vesturferða eru ferðirnar út í Vigur og norður á Hesteyri, dagsferðin á Hornbjarg, dagsganga milli Aðalvíkur og Hesteyrar.

Auk þess selja Vesturferðir í siglingar allra báta norður á Hornstrandir, gistingu á Vestfjörðum og fjölmargt annað. Vesturferðir eru í samstarfi við alla ferðaþjóna á svæðinu, geta gefið greinargóðar og áreiðanlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, séð um skipulagningu gönguferða hvar sem er á Vestfjörðum, undirbúning funda og ráðstefna svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að þróa eigin ferðir býður fyrirtækið upp á ferðir út um allan Vestfjarðarkjálkann. Vesturferðir sjá um að bóka í alla báta með farþegaleyfi sem fara áætlunarferðir norður Hornstrandir og til aðliggjandi svæða. 

Þrjú félög eru í slíkum rekstri, Sjóferðir sem fara frá Ísafirði, Ferðaþjónustan í Grunnavík sem fer frá Bolungarvík og Freydís sem fer frá Norðurfirði á Hornströndum. Einnig getur fyrirtækið aðstoðað við að útvega gistingu, samkomutjald og veitt ráðgjöf hornstrandarförum og öðrum gönguhrólfum. Ferðir um allan Vestfjarðarkjálkann


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga