Dagsgönguferðir

 Tvær dagslangar gönguferðir eru í boði í sumar. 

Á þriðjudögum er hægt að ganga milli Aðalvíkur og Hesteyrar. Þá er siglt að morgni dags frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík og gengið um Staðardal og Sléttuheiði yfir á Hesteyri, þaðan sem komið er heim að kvöldi. 


Á fimmtudögum er siglt alla leið norður í Hornvík. Þar er siglt undir Hælavíkurbjarg og gengið á Hornbjarg, en þau eru tvö af fuglabjargatríóinu vestfirska. Þaðan er komið heim að kvöldi. Dagsgönguferðir Tvær dagslangar gönguferðir eru í boði í sumar. 
Á þriðjudögum er hægt að ganga milli Aðalvíkur og Hesteyrar og á fimmtudögum er siglt alla leið norður í Hornvík. Aðalvík - Hesteyri Í ferðinni á milli Aðalvíkur og Hesteyrar er siglt að morgni frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík og gengið um Staðardal og Sléttuheiði yfir á Hesteyri, þaðan sem komið er heim að kvöldi. Á leiðinni sést vel um Djúp, Jökulfirði og upp á Drangajökul. Gangan er til þess að gera auðveld en nauðsynlegt er að hafa með sér nesti, gönguskó og skjólfatnað. Gott er að hafa vaðskó meðferðis. Á leiðinni er fugla- og plöntulíf ríkt og refurinn lætur stöku sinnum sjá sig.
 Nokkuð hættuspil getur verið að ganga leiðina, enda hafa bæði nykurinn í Staðarvatni og fjörulalli á Hesteyri oft reynst göngumönnum skeinuhættir, þó aðallega fyrr á öldum. Hornvík Á fimmtudögum er siglt norður í Hornvík. Farið er á báti undir Hælavíkurbjarg og gengið á Hornbjarg en þau eru tvö af fuglabjargatríóinu vestfirska; þriðja bjargið er Látrabjarg. Í Hornvík er náttúrufegurð engu lík en víkin er umgirt stærstu fuglabjörgum Íslands. 
Í ferðinni gefst m.a. tækifæri til að skoða stórkostlegt fuglalíf í Hornbjargi og búskap refa í friðlandinu. Á góðum degi sést alla leið suður að Geirólfsnúpi. Ferðin tekur um 12 klukkustundir og þar af er dvalið í Hornvík í um sex klukkustundir. Farþegar þurfa að hafa með sér nesti, skjólgóðan fatnað og ekki má gleyma myndavélinni.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga