Bátsferðir um Vestfirði

Áætlunarferðir eru um flestar þær siglingaleiðir sem boðið er upp á á Vestfjörðum, en einnig er hægt að leigja báta til að fara á hina og þessa staði. Það eina sem þarf að gera er að hringja í Vesturferðir og fá tilboð.
Samkvæmt áætlun fara bátarnir á tilteknum tímum frá brottfararstað, setja farþega í land á áfangastað, taka nýja og halda ferðinni síðan áfram. Stundum fara þeir á fleiri en einn stað í hverri ferð. Vinsælast er að fara frá Ísafirði, en einnig er farið frá Bolungarvík og Norðurfirði á Ströndum. Einnig er hægt að fara í útsýnissiglingu. Það er að segja, fara um borð á brottfararstað og koma heim samdægurs án þess að stíga frá borði - en bóka þarf í þær ferðir eins og aðrar. Að jafnaði hefjast áætlunarferðir um miðjan júní og enda um miðjan ágúst. Þéttust er áætlunin í júlímánuði, enda er vinsælast að heimsækja svæðið þá. Einnig ber að geta þess fyrir göngufólk, að hægt er að trússa farangur á milli staða.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga