Hjólað um holt og hæðir

Ísafjörður og nágrenni hafa ótal möguleika til hjólreiða eftir þjóðvegunum en einnig eftir vegaslóðum og gömlum fjallvegum. Þá kjósa margir að hjóla út fyrir bæinn og fara svo í stutta fjallgöngu. 

Vesturferðir hafa nokkur vel útbúin fjallahjól til leigu á skrifstofu sinni við Aðalstræti á Ísafirði. Hjólunum er skipt í tvo flokka: Góð hjól og betri hjól. Góðu hjólin eru rennileg Trek hjól með tannhjólahlíf og brettum. Betri hjólin eru með framdempara og öll miklu gerðarlegri. Sólarhringsleiga fyrir góðu hjólin er 1.500 krónur en fyrir betri hjólin 2.500 krónur. Sé þess óskað með fyrirvara er möguleiki á að útvega hjól fyrir börn. 

Hjólin eru öll vel búin

Hjá Vesturferðum er hægt að nálgast góðar upplýsingar um hjólaleiðir og starfsfólkinu er það sönn ánægja að aðstoða við skipulagningu hjólaferða.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga