Sjóstangveiði
Sjóstangveiðiferðir fyrir Íslendinga á Vestfjörðum

Í sumar eru þrjú fyrirtæki, Sumarbyggð ehf. á Súðavík, Tálknabyggð ehf. á Tálknafirði og Eaglefjord ehf. á Bíldudal, sem bjóða upp á sjóstangveiði, hús og bát, á Vestfjörðum.
Undanfarið ár hefur mikið borið á þýskum ferðamönnum á Vestfjörðum sem komið hafa vestur til að stunda sjóstangveiði á Súðavík og Tálknafirði. Síðastliðið sumar komu um 900 manns á þessa tvo staði á vegum þýskrar ferðaskrifstofu. 
Ferðamennirnir leigðu sér hús og bát og dvöldu í viku í senn við að veiða fisk og njóta lífsins. Margir þeirra ákváðu strax að koma aftur og voru mjög ánægðir með upplifunina af dvölinni í vestfirsku sjávarþorpi og nálægðinni við sjóinn og fiskimiðin. Mikill áhugi hefur verið hjá Íslendingum að komast í þessar ferðir en hingað til hefur ekki verið hægt að anna eftirspurninni. 
Nú er Bíldudalur kominn í samstarf með Tálknafirði og Súðavík og þar með hefur gistirými aukist til muna. Því bjóðum við Íslendinga velkomna til okkar í sumar og vonum að þeim líki jafn vel að veiða fisk og njóta lífsins á Vestfjörðum eins og vinum okkar Þjóðverjunum hefur líkað dvölin hjá okkur. Í sumar eru þrjú fyrirtæki, Sumarbyggð ehf. á Súðavík, Tálknabyggð ehf. á Tálknafirði og Eaglefjord ehf. á Bíldudal, sem bjóða upp á sjóstangveiði, hús og bát, á Vestfjörðum. 
Þessi fyrirtæki ætla að markaðssetja ferðirnar fyrir Íslendinga. Staðirnir þrír eru með náið samstarf með sér og vinna í samstarfi við Fjord fishing ehf. og Próton ehf. að markaðssetningu þessarar ferðanýjungar á Íslandi. Tálknabyggð ehf. og Próton ehf. gefa sameiginlega einn vinninginn á Ferðasýningunni í Smáralind, það er vikudvöl í húsi á Tálknafirði með afnot af bát alla vikuna og allan kostnað innifalinn. Það er von okkar að hinn heppni vinningseigandi sjái sér fært að koma vestur og kynnast því sem við höfum upp á að bjóða og eigi hjá okkur ánægjulega viku í sumar. 
Nánari upplýsingar fást á eftirtöldum heimasíðum, sudavik.is, bildudalur.is og talknafjordur.is og hjá framkvæmdastjórum fyrirtækjanna auk sveitarstjóranna hjá Tálknafjarðarhreppi og Súðavík.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga