Klaufi

 Séra Vernharður Guðmundsson var prestur í Otradal í Arnarfirði á 18. öld. 
 Hann var vel að sér í flestu, fróður og skáldmældur. Honum mun eitt sinn hafa orðið sundurorða við Ármann Tálknfirðing sem bjó á Eysteinseyri. Ármann varð svo illur eftir deilurnar við prestinn að hann ákvað að hefna sín harðlega. 
Sendi hann séra Vernharði sendingu sem menn kölluðu Klaufa af því að vætturin hafði nautsklaufir. Presti tókst að verja sig og konu sína fyrir þessum óskapnaði, en missti nokkuð af fé sínu. Oftsinnis reyndi prestur að fyrirkoma Klaufa en mistókst ávallt. Svo fór að lokum að hann varð óvinsæll gestur á bæjum í sókn sinni því að ætíð var Klaufi með presti í för og drap naut og skepnur fyrir bændum. 
Að lokum var kunnáttumaðurinn og Tálknfirðingurinn Grámann fenginn til að koma Klaufa fyrir. Endaði viðureign þeirra þannig að Klaufa var fyrirkomið í þúfu einni í Lambeyrarlandi, en fjandi þessi var svo magnaður að hvorki kvik skepna né fuglinn fljúgandi hefur ekki mátt snerta þúfuna síðan, án þess að drepast. Ekki er heldur vitað til þess að grasstrá hafi nokkru sinni sprottið á þúfu þessari, allt til þessa dags.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga