Eitt flottasta tjaldstæði á Vestfjörðum
Á Tálknafirði er tjaldstæði sem á mjög stutt í það að ná að verða fimm stjörnu tjaldstæði. Pálína Hermannsdóttir hefur yfirumsjón með því. 

 „Okkur vantar aðeins upp á það að vera fimm stjörnu tjaldstæði, allavega einn póstkassa og ég er ekki viss hvað fleira.“ Segir Pálína. Á tjaldsvæðinu er þó engu að síður mjög flott og góð aðstaða fyrir tjaldbúa. „Hérna hefur fólk aðgang að eldhúsi, útigrilli sem er í grillhúsi, þvottavél, þurrkara, klósett bæði í húsi úti á lóð og inni. Einnig er hérna strandblaksvöllur, og folfvöllur en það er samblanda af golfi og frisbí. Svo eru auðvitað leiktæki fyrir börnin og hægt að tengjast við rafmagn,“ heldur Pálína áfram. Tjaldsvæðið er gríðarstórt en samkvæmt Pálínu hafa komist þar fyrir 70-80 fellihýsi í einu. Tjaldsvæðið er mjög nálægt sundlauginni, eiginlega undir sundlaugarveggnum. Þar er 25 metra sundlaug, rennibraut, heitir pottar og vaðlaug. „Vísir að sundlaug var hérna fyrir meira en 100 árum en hún hefur verið í þeirri mynd sem hún er í núna síðan 1987.“ Segir Pálína. 
Tjaldstæðið opnar fyrstu helgina í júní, eða um leið og grunnskólinn er búinn og er opin til 1. september, eða þangað til að skólinn byrjar aftur. „Ástæðan fyrir þessu“, segir Pálína, „er sú að skólinn og tjaldsvæðið samnýta húsin.“ 
Tjaldsvæðið og sundlaugin eru opin alla daga yfir sumartímann, á virkum dögum frá 9:00-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00. Á Tálknafirði er tjaldstæði sem á mjög stutt í það að ná að verða fimm stjörnu tjaldstæði. Pálína Hermannsdóttir hefur yfirumsjón með því.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga