Fagridalur – Laugardalur tvær góðar gönguleiðir

 Á norðurströnd Tálknafjarðar eru tvær góðar gönguleiðir sem báðar eru hringleiðir. 

Sú fyrri hefst við kirkjustaðinn Stóra-Laugardal. Þar var áður farið yfir fjöll og til Fífustaðadals um Fagradal. Bæði er hægt að fara stutta gönguferð inn eftir dalnum eða klífa fjöllin fyrir botni hans. Leiðin er allbrött og nær hámarki við Nónhorn í 600 metra hæð. Þaðan er útsýni yfir hamragirtan Bakkadalinn og þvert yfir Arnarfjörð til vestfirsku alpanna. Þaðan er fylgt brúnunum meðfram Hæðardal í átt að Þverfelli austan Hringsdals. Þar er hæðin 666 metrar yfir sjó og útsýni stórkostlegt yfir hamraveggi Hringdals og Hvestudals. Þaðan er gengið niður í Laugardal.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga