Gistiheimili á besta stað
Á Tálknafirði er staðsett Gistiheimilið Hamraborg en þar er hægt að fá stakt herbergi eða alla íbúðina.
Gistiheimilið er staðsett á besta stað á Tálknafirði, eða á Strandgötu. „Það er þremur húsum fyrir ofan götuna þegar þú kemur í plássið“ segir Ársæll, annar eigendanna. 

Gistiheimilið er heil íbúð og eru þar í boði tvö svefnherbergi, eldhús og setustofa með sjónvarpi, þvottavél og öllu tilheyrandi. Boðið er upp á uppbúin rúm og hægt er að fá morgunverð ef óskað er. Einnig er hægt að nýta þetta sem svefnpokapláss. 
Svefnpokapláss kostar 1.800 krónur á mann nóttin, en herbergi með uppábúnum rúmum kostar 5.000 krónur nóttin ef tveir eru saman í herbergi en 3.000 krónur ef einn er í herbergi. Einnig er hægt að leigja allt húsið, sem er mjög þægilegt fyrir fjölskyldur, og er þá komist að samkomulagi við eigendur. 
gistiheimili,

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga