Meira af fiskréttum í boði

Sætur veitingastaður er á Tálknafirði og kallast hann Hópið. Þrenn hjón reka staðinn og er ein af þeim Erla Einarsdóttir

„Við tókum við þessu fyrir tæpu ári síðan, byjuðum í júní í fyrra. Við erum þrenn hjón sem rekum þetta, við, sonur og tengdadóttir og dóttir og tengdasonur. Við reyndar vinnum ekki öll við staðinn,“ segir Erla. Hópið er bæði veitingastaður og bar. 
Þar komast um 80 manns í sæti svo rúmt sé um alla. Þar eru fleiri fiskréttir í boði en kjötréttir. „Við höfum reynslu af því að það virðist ganga betur að vera með meiri fisk, því fólk virðist frekar vilja hann en kjötið,“ segir Erla og bætir svo við: „Við erum líka með fjölbreyttari matseðil yfir sumarið en veturinn.“ 
Við og við eru alls konar uppákomur á veitingastaðnum, eins og hlaðborð, skemmtiatriði, tónlistaratriði og þess háttar, auk þess sem þau hafa verið með jólahlaðborð og villibráðarkvöld. Veitingastaðurinn er opinn allt árið, á veturnar er opið 12:00- 13:30 og 18:00-21:00 á virkum dögum og 18:00-23:00 um helgar. „Það var merkilega mikið að gera í vetur, mun meira en við bjuggumst við. Það er þakkarvert hvað íbúar nýta sér þessa þjónustu vel,“ segir Erla. 
Á sumrin er Hópið opið frá 11:00-23:00 alla daga og hefst sumaropnun eftir sjómannadaginn. „Það var nú ekkert mikil traffík seinasta sumar, enda var veðrið ekki hagstætt. Það var nú samt alveg ágætt að gera en hefði alveg mátt vera meira,“ segir Erla sem vonar að veðurguðirnir verði hliðhollir þetta sumarið og að sem flestir kíki við.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga