Gönguleið: Krossadalur – Sellátradalur

Hin gönguleiðin á norðurströnd Tálknafjarðar hefst þar sem vegurinn endar við Tannanes. 

Þaðan er gengið meðfram ströndinni út Stapahlíð undir Sellátrafjalli. Leiðin liggur um Hvalvíkurnes, Arnarstapa, Stapadal innan hans og Hlaðsvík, áður en komið er að bænum Krossadal. Umhverfið er fagurt og sérkennilegt og ef snúið er til baka hjá Krossadal er um 2-3 tíma þægilega gönguferð að ræða. Þeir stórhugar sem hyggjast ganga á fjöll halda áfram inn Krossadalinn og í vestur upp á Selárdalsheiði um gamla þjóðleið. 
Þegar komið er í 500 metra hæð heitir landið Breiðufjöll. Þar er hægt að ganga enn lengra í vestur, upp á Nónfell sem liggur fyrir botni Selárdals. Einnig er hægt að sveigja til austurs í átt að Eiríkshorni sem gnæfir yfir Fífustaðadal við Arnarfjörð og þaðan til baka niður Krossadal. 
Fyrir þá sem vilja sjá meira er haldið lengra til suðurs, yfir Hall og niður Sellátradal eftir gamalli slóð að Tannanesi. Það er ágætis hringleið.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga