Hvammeyri Fáskrúðardalur
Hvammeyri Fáskrúðardalur Sunnan við botn Tálknafjarðar beygir vegslóði inn fjörðinn, út frá veginum sem liggur til Patreksfjarðar. Vegslóðinn endar á Hvammeyri, en þaðan er tilvalið að ganga út með suðurströnd fjarðarins.
Hvammeyri liggur nokkurn veginn andspænis Tálknafjarðarþorpi. Heitir fjallið þar Lambeyrar háls og rís hæst í 428 metra hæð. Inn af fjallinu ganga nokkrir dalir sem eru eins og smækkuð mynd af Ketildölum Arnarfjarðar. Inn af Lambeyri liggur Smælingjadalur, þar lá áður leið til Patreksfjarðar. 

Næsta eyri er Suðureyri, nokkuð utar í firðinum. Þar sjást enn ummerki eftir hvalveiðistöð Norðmanna sem rekin var á árunum 1935-39. Inn af eyrinni gengur Suðureyrardalur. Áfram er gengið inn í Fáskrúðardal. Hann er vel þess virði að heimsækja, hömrum girtur og klofinn í tvennt af Fálkahorni. 
 
  

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga