Greinasafni: Hótel og gisting
Hjá systrunum á Bjarmalandi
Á Tálknafirði er Gistiheimilið Bjarmaland í eigu fimm systra og er Freyja Magnúsdóttir ein þeirra. Hún segir þær systur fæddar og uppaldar á Tálknafirði og bætir glettnislega við: „Við komumst ekki í burtu frá mömmu og pabba.“

Meira af fiskréttum í boði 20 Ves t f i rði r Bjarmaland er inni í miðju plássinu og var opnað fyrir tæpu ári. Í húsinu voru upphaflega tvær íbúðir en það hafði verið nýtt sem verbúðir í tuttugu ár. „Þetta var orðið mjög þreytt húsnæði,“ segir Freyja, „og við mokuðum öllu út úr því. 
Síðan opnuðum við á milli íbúðanna og erum mjög ánægðar með árangurinn. Það er allt nýtt í húsinu.“ Á Gistiheimilinu Bjarmalandi eru eitt eins manns og 10 tveggja manna herbergi, þar af eitt með baðherbergi – en þrjú baðherbergi eru í húsinu. Öll herbergin geta verið með uppábúin rúm. Þrjú þeirra eru undir súð og eru ódýrari en önnur herbergi þar sem þau eru ekki með sjónvarpi. 

Á öllum herbergjum eru vaskar og í húsinu er góð setustofa, sem og borðstofa. Þráðlaus nettenging er í húsinu og góð eldhúsaðstaða, auk góðrar þvottaaðstöðu. Hvað veitingar varðar segir Freyja þær systur bjóða upp á morgunmat. En hvað gerir fólk sér til dundurs á Tálknafirði? „Hér eru merktar gönguleiðir yfir í Arnarfjörð og Patreksfjörð. Við erum með frábæra sundlaug, gott íþróttahús og svo eru níu holu golfvellir hér sitt hvorum megin við okkur, bæði á Bíldudal og Patreksfirði. Svo er það Pollurinn – sem er þrjá til fjóra kílómetra fyrir utan plássið, alltaf opinn og ókeypis. 
Það var borað þarna eftir heitu vatni, síðan voru steyptar þrjár setlaugar og þar er sturta og tveir búningsklefar. Þetta er afar vinsæll viðkomustaður. Við ætluðum einu sinni að fara í Pollinn á aðfangadag um fjögurleytið, héldum að við yrðum einar þar – en hann var troðfullur. Hann er stöðugt í notkun, á nóttu sem degi. Hér er líka silungseldi og silungsreyking og erum líklega eini staðurinn sem selur regnboga-paté.
“ Freyja segir gistiheimilið hafa gengið ágætlega þetta fyrsta ár. Við auglýstum nánast ekkert í fyrra og fengum bara traffíkina inn af þjóðveginum – en svo fengum við töluvert af bókunum á netinu í vetur og sumarið lofar góðu.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga