Gamla sóknarkirkja Tálknarfjarðar
Gamla sóknarkirkja Tálknafjarðar með gripi frá 1701

Stóra-Laugardalskirkja 
Stóri-Laugardalur er bær og kirkjustaður við norðanverðan Tálknafjörð. Núverandi kirkja var vígð 3. febrúar 1907, en efniviðurinn í hana var fluttur inn frá Noregi, tilsniðinn að mestu leyti. Byggingin tekur um 120 manns í sæti.
Einn merkasti gripur Laugardalskirkju er predikunarstóll, mikill og forn. Sagan segir að hann sé kominn úr dómkirkjunni í Óðinsvéum í Danmörku og danskur kaupmaður hafi gefið kirkjustaðnum í Laugardal hann. Kirkjan á fleiri góða gripi, meðal annars afar fornan gylltan kaleik, patínu og kirkjuklukkur. Er önnur þeirra með ártalinu 1701. Altaristaflan í Laugardalskirkju sýnir hina heilögu kvöldmáltíð. Ný kirkja var vígð 2002 og stendur hún inn við þorp.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga