Ferðaþjónar í Vesturbyggð
Otradalur. Tvö tveggja manna herbergi á sveitabænum Otradal. Friðsælt umhverfi og einstakt útsýni. Sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Opið: 1. júní til 30. september. Einnig er opnað á öðrum tímum ef óskað er. Otradalur er við þjóðveg 63. Ef komið er frá Bíldudal er ekið 5 km til suðurs. Sími: 456 2073.
 
Gistiheimilið Bjarkarholt. Gisting, uppbúin rúm fyrir 40 manns og svefnpokapláss, morgunverður í boði og eldunaraðstaða. Sundlaug í göngufæri. Leiðsögn um gönguleiðir, leiðsögumaður fyrir hópa. Opið allt árið. Sími: 456 2025 og 456 2016. 

Hótel Flókalundur. Hótel Flókalundur í náttúruperlunni Vatnsfirði býður upp á góða gistingu í herbergjum með baði og uppbúnum rúmum. Veitingasalur er opin frá morgni til kvölds, tjaldsvæði á staðnum og sundlaug í grennd. Náttúruleg laug í fjörunni. Seld eru veiðileyfi og í nágrenninu eru merktar gönguleiðir. Lítil ferðamannaverslun er í Flókalundi, bensín og olíuvörur. Vefsvæði: www.flokalundur.is. Netfang: flokalundur@flokalundur.is. Sími: 456 2011. 

Veitingahúsið Vegamót. Grill- og heimilismatur, kaffiveitingar, léttvínsleyfi. Einnig gjafavörubúð. Opið allt árið. Sími: 456 2232. 

Rauðsdalur, gistihús. Ferðaþjónusta bænda. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, morgunverður, eldunaraðstaða. Gisting í sérhúsi, 2 þriggja manna herbergi og 5 tveggja manna. Góð eldunaraðstaða. Einnig dekkjaviðgerðir. Sími: 456 2041. 

Ferðaþjónustan Breiðavík/Látrabjarg. Gisting (Ferðaþjónusta bænda). Uppbúin rúm í herbergjum með og án baðs. Svefnpokapláss, eldunaraðstaða, veitingar, vínveitingar. Tjaldstæði með sturtum, eldhús og matsalur. Silungsveiði í nágrenninu og fjallavötnum, veiðileyfi seld. Opið frá 15. maí til 15. september. Sími: 456 1575. 

Gistihús Erlu. Gistiheimili á Patreksfirði. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, eldunaraðstaða, morgunmatur. Opið allt árið. Sími: 456 1227. 

Stekkaból, gistiheimili. Uppbúin rúm, svefnpokagisting, morgunmatur, eldunaraðstaða. Gistingin er í þremur húsum, samtals 18 tveggja manna herbergi og 3 eins manns. Opið allt árið. Sími: 864 9675. 

Ferðaþjónustan Hænuvík. Tvö sumarhús til leigu, auk svefnpokaplass fyrir 18 manns. Boðið er upp á leiðsögn og skoðunarferðir í Ólafsvita. Sími: 456 1574. 

Smáalind. Matvara, sjoppa, skyndibitar. Bensín og olíuvörur. Sími: 456 1470. 

Flakkarinn. Farmiðasala fyrir Sæferðir: Reglulegar ferðir yfir Breiðafjörð frá Brjánslæk til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Sími: 456 2020.
 
Flókalaug. Fjölskylduvæn 12 m útisundlaug, heitir pottar. Opið 10:00- 12:00 og 16:00-19:00 alla daga yfir sumarið. Sími: 456 2044. 

Tjaldsvæði á Brjánslæk, snyrtiaðstaða. Sími: 456 2020. 

Sundlaugin í Krossholti. Lítil útisundlaug, opið 15:00-18:00 og eftir samkomulagi. Sími: 456 2080. 

Arnarholt, gisting. Gisting, uppbúin rúm og svefnpokapláss, morgunmatur. Opið allt árið. Sími: 456 2080. 

Innri Múli. Bensínsala og sjoppa. Opið eftir samkomulagi. Sími: 456 2060. 

Sundlaug Patreksfjarðar, heitir pottar og gufubað. Sími: 456 1523. 

Tjaldsvæði í Brunnum, snyrtiaðstaða. Þjónusta í Breiðuvík. Sími: 456 1578. 

Veitingastofan Þorpið. Kaffihús og veitingastofa, vínveitingar. Opið allt árið. Sími: 456 1295. 

Söluturninn Albína. Sjoppa og matvælaverslun. Hraðbanki. Sími: 456 1667. 

Bifreiðaverkstæði Guðjóns Hannessonar. Bifreiða- og hjólbarðaviðgerðir. Sími: 456 1124. 

Gistihúsið Eyrar. Herbergi með baði, uppbúin rúm, svefnpokapláss, morgunverður, eldunaraðstaða. Sími: 456 4565, 845 7283 Fax: 456 4565. 

Eyrar kaffihús. Kaffihús þar sem boðið er upp á hefðbundnar íslenskar kaffiveitingar og alvöru uppáhellt kaffi. Kaffihúsið er opið alla virka daga kl. 9-18. Sími: 456 4565, 845 7283 Fax: 456 4565. 

Veitinga- og kaffihúsið Völlurinn. Allar veitingar í gömlu flugstöðvabyggingunni á Patreksfirði. Veiðileyfi, Handverk. Sími: 431 4106 og 690 8145.
 
Tjaldsvæði Breiðuvíkur. Ný snyrtiaðstaða á tjaldsvæðinu, með aðgreindum snyrtingum fyrir karla og konur. Sturtur, hreinlætishús með heitu og köldu vatni. Eldhús er fyrir tjaldgesti en það er inni í Breiðavík Þar er einnig matsalur sem tjaldgestir geta notað. Þvottavél, þvottaaðstaða og þurrksnúrur. Aðstaða fyrir húsbíla og aðgangur í rafmagn. Grillaðstaða. Sími: 456 1575. 

Hótel Látrabjarg. Glæsilegt sveitahótel í fallegu umhverfi. 12 uppábúin herbergi (9x2ja manna / 1x4 manna / 2x1 manna). Svefnpokapláss. Veitingaðastaða með hinum rómuðu innréttingunum frá Naustinu. Veiðileyfi. Sími: 456 1500 og 825 0025. 

Sundlaug og íþróttahús Patreksfjarðar. Glæný og frábær aðstaða með stórfenglegu útsýni. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Sími: 456 1301.
 
Ferðaþjónustan Eaglefjord. Skipulagðar ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Gisting í uppábúnu sem og svefnpokaplássi. Vel útbúnar hótelíbúðir, Sjóstöng. Óvissuferðir. Ferjuflutningar. www.bildudalur.is Sími: 894 1684.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga