Ísafjarðarsýsla
Áhugaverðir staðir í Ísafjarðarbæ
Hér eru nokkur dæmi um staði sem vert er að heimsækja. Ísafjörður (Skutulsfjörður).

Miðbær Ísafjarðar 
Frá Austurvelli, Ísafirði. Austurvöllur er skrúðgarður hannaður af Jóni H. Björnssyni landslagsarkitekt 1954- 55 og vígður fljótlega eftir það. Austurvöllur er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík sem telst vera tímamótaverk sem fyrsti opinberi garðurinn sem landslagsarkitekt hannar. 
Hann hefur því verið meira í umfjöllun og í sviðsljóðinu í umræðu um garðsögu Íslands. Tekið hefur verið eftir því af fagmönnum hversu margar upprunalegu útfærslurnar eru enn í garðinum. Umsjónarmaður garðsins í upphafi var Jón Klæðskeri Jónsson og kona hans Karlinna Jóhannesdóttir.


Í garðinum er afsteypa af styttu eftir Ásmund Sveinsson sem nefnist „Fýkur yfir hæðir.“ Jónsgarður er elsti skrúðgarðurinn á Ísafirði, opnaður árið 1922. Margir lögðu vinnu í garðinn og voru dagsverk þeirra skrifuð niður í bók. Jón Klæðskeri Jónsson og Karlinna Jóhannsdóttir eiginkona hans voru helstu hvata menn þess að stofna garðinn og unnu þau við báða garðana fyrstu árin.

Eftir 1970 fóru garðarnir báðir í órækt, en um 1978, var núverandi garðyrkjustjóra falið að koma þeim í betra horf. Þann 5. desember 1991 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar tilllögu frá garðyrkjustjóra að garðurinn bæri nafnið Jónsgarður. og var sumarið eftir vígður minnisvarði um þau hjónin í Jónsgarði, sá minnisvarði var unnin af Jóni Sigurpálssyni myndlistarmanni. Sjómannastyttan á Eyrartúni. Á gamla sjúkrahústúni eru tvær styttur. Kuml stytta eftir Jón Sigurpálson, til minningar um Ragnar H. Ragnars. og Sjómannastyttan, sem unnin er af Ragnari Kjartanssyni. 

Er sú stytta til minningar um drukknaða sjómenn, og er lagður blómsveigur að henni ásjómannadaginn. Víðivellir er gróðursvæði neðan við heilsugæslustöðina á Ísafirði. Þar er göngubraut og villtur gróður, sem vakið hefur athygli. Þar var fyrir fjórum árum sett niður afsteypa af styttu eftir Einar Jónsson, nefnist hún Úr álögum. Silfurtorg var endurgert árið 1997 það var hannað af Pálma Kristmundssyni. Það er hellulagt og miklir steypuskúlptúrar standa þar. Einnig hlaðinn veggur úr náttúruhellum innan úr Skötufirði. Frá Kristjáni Kristjánssyni á Hvítanesi. Þar standa 7 stór reynitré. Svæði bak við Hótel Ísafjörð. Þar er reitur þar sem gróðursett voru birkitré af fulltrúum vinabæja Ísafjarðar. Svæðið var endurgert árið 1999, en þá var tyrft, ný bílastæði voru sett og göngustígar voru hellulagðir. 

Tunguskógur/Tungudalur
 
Sumarhúsabyggðin í Tungudal í Tunguskógi er sumarhúsabyggð Ísfirðinga, þar eiga margir Ísfirðingar af Eyrinni sumarhús og dvelja í skóginum yfir sumartímann. Eftir snjóflóðið sem tók alla sumarbústaði nema tvo, en það gerðist árið 1994. Í skóginum er einnig aðaltjaldsvæði Ísfirðinga, unnið hefur verið að því undanfarin ár að byggja svæðið upp undanfarin ár. Staðurinn er frá náttúrunnar hendi afar hentugur skjólsæll og fagur með Bunánni sem rennur í gegnum svæðið og náttúrulegri fegurð. Þar er líka golfvöllur Ísfirðinga. Skógræktarfélagið er líka með reiti, en um það liggja skemmtilegar gönguleiðir.

Í Tunguskógi er líka staðsettur Símsonsgarður sem var stofnaður um 1928 af Maritinus Símson, norskum ljósmyndara og akrobat, sem auk þess hafði mikinn áhuga á garðyrkju. Setti hann garðinn upp í landi Kornustaða í Tunguskógi. Hann og Jón klæðskeri munu að öðrum ólöstuðum hafa stuðlað manna mest að gróðuráhuga bæjarbúa á fyrri hluta aldarinnar síðustu aldar. Í dag er Símsonsgarður í umsjón skógræktarfélags Ísfirðinga. Hann varð illa úti í mannskæðu snjóflóði ári 1995. Í Tungudalnum er hóll sem heitir Orrustuhóll, af því nafni er sú saga að einhvern tíma í fyrndinni hafi tvær systur búið í Tungu, sem hétu Korna og Kolfinna. Við þær eru kenndir Kornustaðir og Kolfinnustaðir. 

Þeim systrum kom heldur illa saman og virðast eftir þjóðsögnum að dæma hafa verið um flest líkari tröllum en mennskum mönnum. Dag nokkurn hittust þær á hólnum og skarst þá svo í odda með þeim að þær flugu saman og höfðu báðar bana af. Heitir hóllinn síðan Orrustuhóll. Siggakofi í Seljandsmúla við Tungudal dregur nafn sitt af geitahirði nokkrum. Um aldamótin og á fyrstu árum síðustu aldar var allmikið um geitur á Ísafirð, og voru þær haldnar til mjólkur. Sigurður Sigurðsson var geitahirðir í bænum og rak hann geiturnar inn í Seljalandsmúla hvern sumarmorgun og aftur í bæinn til mjalta á kvöldin. Gerði hann sér kofa úr hlöðnu grjóti og stendur hann enn upp á múlanum. Skógarengi er skógarreitur í Tunguskógi þar sem áætlað er að hafa nokkurs konar minningarreit um snjóflóðið sem féll á annan í páskum 1994. Sumarhúsaeigendur hafa í mörg ár gróðursett þar trjágróður með aðstoð garðyrkjustjóra bæjarins. 

Engidalur
 
Kristínarlundur er reitur þar sem plantað út trjám til heiðurs Kristínu Magnúsdóttur frá Efri Engidal, þegar hún varð 100 ára. Gróðursetti bæjarstjórn Ísafjarðar fyrstu trén í svæðið 17. júní 1993. Síðan hefur verið plantað árlega 100 plöntum í reitinn. 

Önundarfjörður
 
Sandfjaran við Holt í Önundarfirði er hvít skeljasandsfjara. Þar er árlega haldinn sandkastalakeppni, þar sem fjölskyldan safnast saman og leikur sér og keppir í að byggja alls konar fígúrur úr sandinum. Hefur þessi skemmtilega fjölskyldukeppni mælst vel fyrir. Verðlaun hafa verið í boði fyrir fjölskylduna sem vinnur. Mun dómarastarfið hafa verið í höndum sýslumanns. 

Dýrafjörður
 
Skrúður. Að Núpi í Dýrafirði er markverðasti garðurinn á Vestfjörðum Skrúður, sem allir slíkir garðar bera nafn sitt af í dag, þ.e. skrúðgarðar. Garður þessi er stofnaður um 1909 af séra Sigtryggi sem var þá prestur á Núpi. Garðurinn var endurunninn í upphaflegri mynd af nemendum í garðyrkjuskóla ríkisins árin 1999 og 2000. Í þeim garði eru hvalbein eins og þau sem prýða Jónsgarð á Ísafirði.
 
 Áhugaverðir staðir í Ísafjarðarbæ Hér eru nokkur dæmi um staði sem vert er að heimsækja. Ísafjörður (Skutulsfjörður).

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga