Sundlaugar í Ísafjarðarbæ
 Í Ísafjarðarbæ eru fjórar almenningssundlaugar, ein í hverjum bæjarkjarna.

Sundlaugin á Suðureyri Sundlaugin á Suðureyri er á Suðureyrartúni. Sími: 456 6121. 

Eina útilaugin í bæjarfélaginu er á Suðureyri. Þar eru líka tveir heitir pottar ásamt vaðlaug og gufubaði. Í bað- og búningsklefum eru sólbekkir. Sundhöllin á Ísafirði Sundhöllin á Ísafirði er við Austurveg 9. Sími: 450 8480. 

Á Ísafirði er elsta sundlaug bæjarfélagsins, en hún var tekin í notkun árið 1945. Þetta er inni sundlaug með heitum potti og sánabaði ásamt baðog búningsklefum. Sundlaugin á Flateyri Sundlaugin á Flateyri er við Tjarnargötu. Sími: 450 8460. 

Á Flateyri er innisundlaug með heitum potti og gufubaði. Bað- og búningsklefar eru líka ásamt sólbekkjum og þreksal. Sundlaugin á Þingeyri Sundlaugin á Þingeyri er við Þingeyrarodda. Sími: 450 8375 

Á Þingeyri er innisundlaug, heitur pottur, gufubað og bað- og búningsklefar. Laugin er sú nýjasta og glæsilegasta af sundlaugum Ísafjarðarbæjar. 
 
 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga