Ferðaþjónar í Ísafjarðarsýslum

Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði. Opin allt árið. 

Yfir sumarið er miðstöðin opin frá 8 til 19 virka daga og 10 til 17 um helgar, frá 16. júní til 1. september. Landshlutamiðstöð fyrir alla Vestfirði. Sími: 450-8060

 Korpudalur. Farfuglaheimili, uppbúin rúm og svefnpokagisting, tjaldsvæði, morgunmatur, eldunaraðstaða og þráðlaust netsamband. Þvottavél og þurrkari á staðnum. Gestir sóttir á næsta komustað, til dæmis Ísafjörð, ef óskað er. Góðar gönguleiðir eru á staðnum og mikið fuglalíf. Farfuglaheimilið í Korpudal er innst í Önundarfirði, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Opið frá 1. júní til 31. ágúst. Sími: 456-7808, 892-2030
 
Kirkjuból í Bjarnardal. Kirkjuból í Bjarnardal í Önundarfirði er aðili að Ferðaþjónustu bænda og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og setustofu, þar sem hægt er að horfa á sjónvarpið, komast á internetið eða kíkja í bækur til afþreyingar. Í sumar verður opið frá 8. júni - 20. ágúst. Hægt er að hafa samband utan þess tíma ef um er að ræða gistingu fyrir hópa. Sími: 456-7679 - 898-2563 eða 866-6099

 Ferðaþjónustan Grænhöfði. Grænhöfði leigir út glæsilegt orlofshús á Flateyri, dags- eða vikuleiga. Íbúðin er fullbúin og gestir þurfa ekki að koma með neitt með sér. Sundlaug staðarins er aðeins í 100 m göngufæri frá íbúðinni. Kajakaleiga Grænhöfða er með fjölda báta og er ýmist hægt að fá þá leigða með eða án leiðsagnar. Önundarfjörður er kjörinn til kajakróðra, fuglalíf er afar fjölbreytt og algengt er að selir og smærri hvalategundir syndi við hlið bátanna þegar róið er um fjörðinn. Opið allt árið. Sími: 456-7762, 863-7662
 
Brynjukot. Aldamótahús, sólarhringseða vikuleiga. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, eldunaraðstaða, þvottavél. Opið allt árið. Sími: 456-7762, 861-8976
 
Holt. Friðarsetur, kirkju-, félags- og menningarmiðstöð. Gistiaðstaða í íbúð og herbergjum, uppbúið og svefnpokapláss, eldunaraðstaða, funda- og ráðstefnustaður. Hentar vel fyrir ættarmót og fjölskyldusamverur, námskeið og ráðstefnur. Opið allt árið. Sími: 456-7611, 456-7783

Tjaldsvæðið á Flateyri. Tjaldsvæðið er við bensínstöð N1. Sími: 456-7738
 
Sundlaugin Flateyri. Innisundlaug, gufubað, heitur pottur, ljósabekkir. Opin mán-fös 10:00 til 12:00 og 16:00 til 21:00, lau-sun. 12:00 til 16:00. Sími: 456-7738
 
Félagsbær. Kaffihús á Flateyri. Matur fyrir hópa ef pantað er með fyrirvara. Opið alla daga 13-17. Sími 456-7676
 
Alþjóðlega brúðusafnið á Flateyri. Á annað hundrað brúður, allar handgerðar. Opið alla daga 13-17. Sími 456-7676

Purka. Handverkshópurinn Purka á Flateyri er með verslun að Hafnarstræti 11. Opið alla daga 13-17. Sími 456-7676
.
 Bókabúðin á Flateyri. Sýning um sögu Flateyrar, sett upp í gömlu bókabúðinni. Þar er einnig starfrækt fornbókasala auk þess sem hin gamla íbúð kaupmannsins er til sýnis. Opið alla daga 14-18. Bensínstöð N1 Flateyri. Bílavörur, skyndibiti. Opið alla daga 10-22. Sími 456-7878
 
Læknishúsið á Hesteyri. Í Læknishúsinu er boðið upp á kaffiveitingar og svefnpokagistingu yfir sumarið, eldunaraðstaða. Sími: 456-7183
 
Ferðaþjónustan Grunnavík. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, tjaldsvæði. Trússbátur, leiðsögn um Grunnavík. Áætlunarferðir eru frá Bolungarvík í Grunnavík með bátnum Ramóna. Ferðaþjónustan Grunnavík býður fjölbreytta þjónustu í náttúruperlunni Grunnavík í Jökulfjörðum. Þar má nefna svefnpokagistingu, tjaldstæði, eldunaraðstöðu, sturtu og margt fleira. Ferðaþjónustan rekur einnig farþega og þjónustubátinn Ramónu og býður bátsferðir í Grunnavík og aðra staði í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Sími: 456-4664, 848-0511 852-4819
 
Ferðaþjónustan Reykjarfirði nyrðri, Hornströndum. Reykjarfirði er rekin ferðaþjónusta á sumrin. Þar er hægt að leiga svefnpokapláss í gamla húsinu en það er nýuppgert og öll aðstaða til fyrirmyndar. Einnig lítið sumarhús sem rúmar 4-5 í kojum og þar er eldunaraðstaða. Tjaldsvæði er í Reykjarfirði og þar er vatnsklósett og rennandi vatn, grill og borð og bekkir. Í Reykjarfirði er stór sundlaug, einnig er þar flugvöllur. Ferðaþjónustan Bolungavík, Hornströndum. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Þvottavél, aðgangur að síma, veitingar eftir samkomulagi. Boðið upp á fólks- og farangursflutninga með bátnum Sædísi – frá Norðurfirði, Bolungavík og Ísafirði – eftir samkomulagi. Opið á sumrin. Sími 456-7192, 852-8267
 
SKG-veitingar. Glæsilegur veitingasalur á Hótel Ísafirði, tilboðsseðill og vínveitingar. Opið virka daga 11:30-14:00 og 18:30-21:30. Lau-sun 11:30-14:00 og 18:30-22. Sími: 456-3360 

Tjöruhúsið. Veitingahús á safnasvæðinu í Neðstakaupstað. Sími: 456-4419
 
Fernando’s. Veitingastaður í hjarta Ísafjarðar. Fjölbreyttur matseðill, hádegishlaðborð. Opið sun-mið 11:30-22:00, fim-lau 11:30-00:00. Sími 456-5001

Bakarinn conditori. Fjölbreytt brauðmeti, pizzur, crépes o.fl. Opið virka daga 07:30-18:00, sun 09:00-17:30. Sími: 456-4770 

Gamla bakaríið conditori. Fjölbreytt brauðmeti, smurt og ósmurt. Opið virka daga 07:00-18:00, lau 07:00-16:00 Thai Koon. Thailenskur matsölustaður á Ísafirði, staðsettur í Neista-húsinu. Opið mán-lau 11:30-21:00, sun 17:00-21:00. Sími: 456-0123
 
Langi Mangi. Kaffihús, léttar veitingar og vínveitingar. Opið mán-mið 11:00- 23:00, fim 11:00-01:00, fös 11:00-03:00, lau 12:00-03:00, sun 13:00-23:00. Sími: 456-3022

 Hamraborg. Skyndibiti, pizzur, hamborgarar, pylsur o.fl. Matvörur, sælgæti, myndbanda- og dvd leiga. Opið alla daga 09:00-23:30. Sími 456-3166
 
Kaffi Edinborg. Glænýr kaffi- og veitingastaður í menningarhúsinu Edinborg. Léttir réttir, kaffiveitingar, vínveitingar. Opið virka daga 11-01:00, lausun 11-03. Sími 456-

4400 
Gamla gistihúsið. Vel útbúið gistihús á tveimur hæðum að Mánagötu 5 á Ísafirði. Í hverju herbergi er vaskur og sími og baðsloppar eru til reiðu fyrir gesti. Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og barnarúm eru til reiðu fyrir yngstu gestina. Sjónvarp og tenging fyrir tölvu er í hverju herbergi. Einnig svefnpokagisting að Mánagötu 1. Morgunmatur er framreiddur í borðsal á jarðhæð, en þar er sjónvarp og tölvuaðgangur fyrir gesti. Sími: 456-4146 Fax: 456- 4314
 
Opnunartími: Opið allt árið. Hótel Ísafjörður. Hótel Ísafjörður er þriggja stjarna þægilegt heilsárshótel með 36 tveggja manna herbergjum í hjarta bæjarins. Herbergin eru öll reyk- laus og með sturtu, sjónvarpi, síma og hárþurrku. Í veitingasal er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu á sem fjölbreyttastan hátt. Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum. Á vefsíðu hótelsins eru í boði ýmis sértilboð árið um kring. Opið allt árið. Sími: 456-4111
 
Hótel Edda, Ísafirði. Hótel Edda er tveggja stjarna hótel og er opið frá byrjun júní - 20. ágúst. Á hótelinu eru 40 gistiherbergi, 10 nýuppgerð tveggja manna herbergi með baði, 24 tveggja manna herbergi með handlaug og 6 eins manns herbergi með handlaug. Öll herbergin eru reyklaus. Einnig er boðið upp á svefnpokagistingu í rúmum í herbergjum eða í skólastofum. Við Hótel Eddu er ágætis tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu í skólanum. Tjaldbúar geta nýtt sér setustofu hótelsins og keypt sér morgunverð. Tjaldsvæðið er miðsvæðis og hentar einkum einstaklingum og minni hópum. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn og þar eru seldir ýmsir minjagripir og smávarningur fyrir ferðamenn. Á vefsíðu hótelsins eru ýmis spennandi tilboð í boði. Sími: 444-4960
 
Kvennabrekka. Gisting í fögru umhverfi í skíðaskálanum í Tungudal á Ísafirði. Gisting fyrir allt að 14 manns í uppbúnum rúmum og 30-35 í svefnpokaplássi á dýnum. Fullbúið eldhús. Salur skálans tekur um 100 manns í sæti. Þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Skutulsfjörð. Fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Opið allt árið. Sími 860-5560. Litla gistihúsið. Uppbúin tveggja og einsmanns herbergi með sjónvarpi. Bæði er boðið uppá herbergi með sér wc og aðgang að sturtu og eldhúsi, og einnig herbergi með sameiginlegu baði og eldhúsaðstöðu. Opið allt árið. Sími: 893-6993, 474-1455
 
Gistiheimili Áslaugar (Faktorshúsið í Hæstakaupstað). Lítil íbúð (svíta/herbergi með baði). Íbúðin er eitt herbergi (með 2 lokrekkjum, tvíbreiðum, í fullri lengd með góðum rúmum), dúnsængum og -koddum! Svo er eldhúskrókur, lítill gangur, lítið fataherbergi, og baðherbergi. Íbúðin var öll gerð upp árið 2005. Í Faktorshúsinu er einnig fyrirtaks aðstaða til funda og veisluhalda. Heitur reitur. Sími: 899-0742, 456-4075
 
Opnunartími: Opið allt árið Dalbær á Snæfjallaströnd. Gisting og veitingar. Boðið er upp á svefnpokagistingu í sal og tjaldsvæði. Súpa, brauð og kaffiveitingar daglega frá kl. 11 og fram eftir kvöldi. Sögusýning í Snjáfjallasetri. Sími: 696-8306, 662-4888
 
Tjaldsvæðið í Tungudal. Tjaldsvæðið er í ákaflega fallegu umhverfi um 4 km frá Ísafirði. Golfvöllur í næsta nágrenni og fjölmargar fallegar gönguleiðir. Snyrtiaðstaða á svæðinu, aðgangur að þvottavél í golfskálanum. Aðstaða fyrir húsbíla (losunarstaður fyrir húsbíla er við áhaldahús Ísafjarðarbæjar). Sími 456-5081, 868-4126

Tjaldsvæðið við Hótel Eddu. Við Hótel Eddu er ágætis tjaldstæði með snyrtiaðstöðu í skólanum. Á hótelinu er framreiddur ríkulegur morgunverður. Tjaldbúar geta nýtt sér setustofu hótelsins og aðgang að interneti. Tjaldsvæðið er miðsvæðis og hentar einkum einstaklingum og minni hópum. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar eru seldir ýmsir minjagripir og smávarningur. Sími 444-4960 

Vesturferðir. Alhiða ferðaþjónusta. Skoðunarferðir, gönguferðir, bátaferðir í Jökulfirði, Hornstrandir, Vigur o.fl., hvataferðir, skipulagning fyrir fundi og ráðstefnur, bókunarþjónusta o.fl. Opið virka daga 8-17, lau-sun 11-15. Sími 456-5111
 
Borea Adventures. Borea Adventures gerir út stærstu seglskútu á Íslandi, Auroru. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar ævintýraferðir í Jökulfirði og Hornstrandafriðlandið, þar sem hægt er að flétta siglingunni saman við hvers kyns útivist, svo sem skíðaferðir á Drangajökli, kajakróður og gönguferðir. Einnig er boðið upp á ferðir til austurstrandar Grænlands sem og sérsniðnar ferðir fyrir hópa. Aurora er 60 feta löng skúta og er með svefnpláss fyrir 10 farþega. Sími 869-7557

Sundhöllin á Ísafirði. Sundlaug með gufubaði og heitum potti. Opið mán-fös 07:00-21:00, lau og sun 10:00-17:00
 
Byggðasafn Vestfjarða. Glæsilegt sjóminjasafn í Neðstakaupstað á Ísafirði. Opið virka daga 10-17, lau-sun 13-17. Sími 456-3299

Safnahúsið Eyrartúni glæsilegt bókasafn, listasafn, skjalasafn og ljósmyndasafn. Eitt af menningarhúsum Ísa- fjarðarbæjar. Netaðgangur. Opið virka daga kl. 13-19, um helgar kl. 13-16. Sími 450-8220.
 
Safn Jóns Sigurðssonar. Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Þar er starfrækt safn sem helgað er minningu hans. Þar er hægt að skoða endurgerðan fæðingarbæ Jóns, minningarkapellu hans og gömlu kirkjuna. Súpa, brauð og kaffiveitingar í burstabænum. Opið alla daga 13-20. Sími 456-8260 og 845-5518.
 
Karítas, handverk. Handverkshópurinn Karítas rekur verslun að Aðalstræti 20. Opið mán-fös 13-18, lau 11-14. Sími 8973834. Hvesta. Hvesta býður fólki með fötlun uppá hæfingu og iðju og er handverkið til sölu að Aðalstræti 18 á Ísafirði. Opið alla virka daga 8-16. Sími 456-3290.
 
Bílaverkstæði SB. Alhliða bílaverkstæði. Almenn smurþjónusta og þjónustuviðgerðir fyrir stóra og smáa bíla, jafnt rútur sem fólksbíla. Opið alla virka daga 8-18. Sími 456-3033 og 456-4314.
 
Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar. Dekkjaþjónusta, smurþjónusta, bremsuþjónusta, pústþjónusta, varahlutaþjónusta. Opið mán-fim 08-18, fös 08-17. 
Bílatangi. Öll almenn viðgerðarþjónusta fyrir bíla. Sími 456-4580.
 
Bensínstöð N1 Ísafirði. Bílavörur, skyndibiti, matvörur. Opið virka daga 07:30-23:30, lau og sun 09-23:30.
 
F&S hópferðabílar. Hópferðir fyrir smærri og stærri hópa. Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. Sími 456-8172, 893-1058 

Stjörnubílar.Sérleyfisferðir Ísafjörður - Súðavík, Ísafjörður - Hólmavík, Ísafjörður - Brjánslækur - Patreksfjörður. Ferðir á Látrabjarg. Hópferðir fyrir smáa sem stóra hópa. Sími: 456-1575

Elías Sveinsson. Hópferðir fyrir stóra sem smáa hópa. Sími 892-0872
 
Sophus Magnússon. Hópferðir fyrir smærri og stærri hópa. Sérferðir, henta vel t.d. fyrir göngu- og útivistarfólk og þá sem vilja komast út fyrir malbikið. Dæmi: Norðurfjörður, Ófeigsfjörður, Svalvogar. Sími: 893-8355.
 
Leigubílar Ísafirði sími 456-3518 

VEG-gisting. Nýlegt gistiheimili á Suðureyri. Fjölskylduvænt. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, morgunverður, eldunaraðstaða. Opið allt árið. Sími: 456-6666 

Talisman. Nýr veitingastaður á Suðureyri sem sérhæfir sig í sjávarréttum. Réttirnir byggjast upp á hráefnum sem sótt eru í nágrenni við sjávarþorpið Suðureyri. Sími 456-6666
 
Sundlaugin Suðureyri. Útisundlaug. Opin mán-fös klukkan 10:00 til 12:00 21:00 og lau-sun klukkan 10:00 til 19:00. Sími: 456-6121
 
Á milli fjalla. Handverkshópurinn Á milli fjalla rekur verslun að Aðalgötu 15. Opið frá miðjum júní til 1. júlí lau-sun 14-16. júlí og ágúst alla virka daga 13- 18, lau-sun 14-16. Sími 456-6163 og 893-6910.
 
N1 skálinn Suðureyri. Skyndiréttir, matvörur og hreinlætisvörur. Opið alla daga 10-22. Sími 456-6262.
 
Galtarviti. Galtarviti á Vestfjörðum stendur í Keflavík sem er vík út af Súgandafirði. Víkin snýr á mót opnu hafi og eru siglingar fiskiskipa tíðar fram hjá vitanum. Aðeins er hægt að komast til Keflavíkur gangandi, á snjósleða eða sjóleiðina þegar veður er gott. Hægt er að fá Galtarvita leigðan í skemmri eða lengri tíma og er bæði verð og tímasetning samningsatriði. Vefsvæði: http://www.galtarviti.com Tölvupóstur: gukon@centrum.is Alviðra, ferðaþjónusta bænda. Gistihús. Einnig 6 manna sumarhús. Uppbúin rúm og svefnpokapláss, eldunaraðstaða. Matur og kaffi ef pantað er með fyrirvara. Opið 1. maí til 30. sept. og eftir samkomulagi á öðrum árstímum. Vel staðsett til skoðunarferða um Vestfirði. Sími: 456-8229, 894-7029
 
Gistiheimilið Vera. Stúdíóíbúð, uppbúin rúm og svefnpokagisting, eldunaraðstaða. Sími: 456-8232, 891-6832
 
Gistihúsið Við fjörðinn. Gistihúsið Við fjörðinn á Þingeyri býður upp á góða aðstöðu fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum, uppbúin rúm eða svefnpokapláss. Tvö herbergi eru með baði. Eldunaraðstaða og morgunverður er framreiddur í garðskála. Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða, þar er íbúð þar sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum. Opið allt árið. Sími: 456-8172, 847-0285
 
Sandafell glænýtt gistihús á Þingeyri. Þar eru einnig seldir léttir réttir, súpur og kaffiveitingar alla daga frá kl. 10-22. Opið allt árið. Sími 456-1600.
 
N1 skálinn Þingeyri. Skyndibitastaður, matvörur, bensín og olíuvörur. Opið 9:00 til 22:00 jún.-ág. Sími: 456-8380
 
Upplýsingamiðstöðin Þingeyri. Upplýsingamiðstöð ferðamála, deilir húsnæði með handverkshópnum Koltru. Opið 10.00 til 18.00 virka daga og 11.00 til 17.00 um helgar yfir sumarið. Kaffiveitingar. Sími: 456-8304, 891-6832
 
Tjaldsvæðið á Þingeyrarodda. Tjaldsvæði við sundlaugina með snyrtiaðstöðu, aðstaða fyrir húsbíla, þvottavél. Sími: 456-8228
 
Sundlaug á Þingeyrarodda. Nýleg innisundlaug og heitur pottur. Opið 7:45 til 21:00 mán-fös, 10:00 til 18:00 lau, 10:00 til 17:00 sun. Sími: 456-8375
 
Véla- og bílaþjónusta Kristjáns. Bifreiða- og dekkjaviðgerðir, smurþjónusta, gas. Opið virka daga 8:00-17:00. Hægt að hringja utan opnunartíma. Sími: 456-8331, 894-6424
 
Gamla vélsmiðjan. Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar & co. var stofnuð 1913 og er enn að miklu leyti óbreytt með upprunalegu fyrirkomulagi, með sínum gömlu tækjum og tólum sem enn eru notuð. Opið virka daga 08-17. Sími 456-8331
 
Gallerí Koltra. Handverkshópurinn Koltra selur handverk að Hafnarstræti 4 á Þingeyri. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamála. Opið 10.00 til 18.00 virka daga og 11.00 til 17.00 um helgar yfir sumarið. Sími: 456-8304, 891-6832
 
Menningarminjasafnið að Núpi. Safn til heiðurs Sigtryggi Guðlaugssyni, fyrsta skólastjóra Núpsskóla. Opið eftir samkomulagi. Sími 456-8239 og 896-1660. Gæðahandverk. Elísabet Pétursdóttir selur handverk að Sæbóli 2 á Ingjaldssandi. Sími 456-7782.
 
Hornbjargsviti, Látravík. Svefnpokagisting í kojum eða rúmum, aðgangur að eldhúsi með öllum búnaði, sturta, salerni. Tjaldsvæði með aðgangi að vatnssalernum. www.ovissuferdir.net. Sími: 852-5219, 892-5219, 566-6752 
 
 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga