Veglegt ljósmyndasafn
Ljósmyndasfnið á Ísafirði er varðveitt í Safnahúsinu Eyrartúni á Ísafirði. Safnkostur er um 130.000 ljósmyndir, á glerplötum, filmum og pappír. Meginhluti safnsins eru myndir og filmur frá ljósmyndurum sem starfað hafa á Ísafirði frá 1889. 
Þar er meðal annars að finna myndir frá Ljósmyndastofu Björns Pálssonar, Ljósmyndastofu M. Simsons, Ljósmyndastofu Jóns Aðalbjarnar Bjarnasonar og Ljósmyndastofu Leós Jóhannssonar. 
Einnig eru í safninu ljósmyndir frá Vestfirska fréttablaðinu, auk myndasafna frá einstaklingum. Í tilefni af flutningi safnanna á Ísafirði í ný húsakynni var Ljósmyndasafninu afhent filmusafn Jóns Hermannssonar, loftskeytamanns á Ísafirði, um tíu þúsund myndir, aðallega atvinnulífsmyndir frá þriðja aldarfjórðungi síðustu aldar. 
Markmið safnsins er að kappkosta að safna ljósmyndum úr héraðinu og myndum sem tengjast því, skrá þær og varðveita og jafnframt að veita aðgang að þeim á safninu eða með stafrænum hætti á vefnum. Afgreiðsla safnsins er opin frá 13.00 til 18.00 virka daga. 
 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga