Myndlistarfélag Ísafjarðar og Slunkaríki

 Myndlistarfélagið á Ísafirði hóf rekstur Slunkaríkis 1985 og í árslok 2005 höfðu 270 sýningar verið haldnar í galleríinu. Galleríið dregur nafn sitt af húsi Sólons í Slunkaríki. Sólon var sjálfmenntaður listamaður sem uppi var á fyrri hluta síðustu aldar. 
Hann byggði sér hús „á röngunni“ og hafði veggfóðrið yst til að sem flestir fengju notið þess. Þar gaf til dæmis að líta málverk í alls kyns litum af undarlegum fiskum, er busluðu í lausu lofti utan á veggjum hússins, ennfremur gapandi sporðdreka, finngálkn með gínandi trjónu og margt fleira því um líkt úr náttúrunnar margbreytilega ríki. 
Sýningar í Slunkarík eru að jafnaði tólf á ári og frá upphafi hefur markmiðið með rekstri gallerísins verið að koma á framfæri verkum framsækinna listamanna. 
Sýningarnar í gegnum árin hafa oft verið umdeildar enda hlýtur það að vera hlutverk framsækinna listamanna að hreyfa við viðhorfi fólks og hafa áhrif. Myndlistarfélagið er þáttakandi í uppbyggingu menningarmiðstöðvarinnar í Edinborgarhúsinu og er einn af eigendum listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar sem starfar þar.

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga